Stefán Jón gegn Steinunni? 13. júlí 2005 00:01 Kúvending á málflutningi viðræðunefndar Samfylkingarinnar eftir fund með ráðamönnum í flokknum olli því að sátt náðist á fundi R-lista flokkanna í gær. Náist sátt um áframhaldandi samstarf stefnir í baráttu núverandi borgarstjóra og Stefáns Jóns Hafstein um borgarstjórastólinn. Fyrir fundinn í gær var mikil kergja í framsóknarmönnum og Vinstri grænum og þó að menn vildu lítið tjá sig var ljóst að öll spjót stóðu á Samfylkingunni. Eitthvað gerðist, því að fundi loknum voru öll dýrin í skóginum aftur orðnir vinir. Það kom því nokkuð spánskt fyrir sjónir að afrakstur fundarins var orðaður svona: „Undanfarnar vikur hafa farið fram gagnlegar viðræður milli flokkanna þriggja sem mynda Reykjavíkurlistann. Ákveðinn vendipunktur varð á fundinum í dag þegar ákveðið var að vísa þeim tillögum og hugmyndum sem fram hafa komið í nánari útfærslu og vinnuferli. Fulltrúar í viðræðunefndinni munu nú skipta með sér verkum og vænta þess að ná farsælli niðurstöðu sem síðan verði kynnt borgarbúum.“ Þessi yfirlýsing var það sem eftir stóð og enginn úr viðræðunefndinni hefur gefið kost á viðtali síðan fundinum lauk. Það liggur þó fyrir að eitthvað meira hefur gerst en í yfirlýsingunni felst og framsóknarmenn orða það þannig að algjör kúvending hafi orðið á málflutningi Samfylkingarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu fólst útspil Samfylkingarinnar ekki í nýjum tillögum um fjölda borgarfulltrúa og enn hefur engin niðurstaða náðst um þau mál. Viðræðunefnd Samfylkingarinnar átti fund með borgarstjóra, formanni flokksins og efsta manni á lista í Reykjavík fyrir fundinn í gær og þar voru línurnar lagðar. Haft var samband við nokkra borgarfulltrúa R-listans í dag en þeir vildu ekki tjá sig frekar en fólk í viðræðunefndinni. Heimildarmenn fréttastofu innan R-listans segja að náist samkomulag um áframhaldandi samstarf muni það alltaf fela í sér að Samfylkingin fái borgarstjórastólinn. Opið prófkjör fari fram þar sem baráttan verður á milli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, núverandi borgarstjóra, og Stefáns Jóns Hafstein. Þá er jafnvel talið líklegt að Dagur Eggertsson gangi í Samfylkinguna og taki slaginn. Þegar hann var spurður um þann möguleika í dag sagðist hann ekki geta svarað því, enda væri það ótímabært. Oddvitar flokkanna í viðræðunefndinni munu halda áfram að funda um framtíð R-listans næstu vikurnar. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira
Kúvending á málflutningi viðræðunefndar Samfylkingarinnar eftir fund með ráðamönnum í flokknum olli því að sátt náðist á fundi R-lista flokkanna í gær. Náist sátt um áframhaldandi samstarf stefnir í baráttu núverandi borgarstjóra og Stefáns Jóns Hafstein um borgarstjórastólinn. Fyrir fundinn í gær var mikil kergja í framsóknarmönnum og Vinstri grænum og þó að menn vildu lítið tjá sig var ljóst að öll spjót stóðu á Samfylkingunni. Eitthvað gerðist, því að fundi loknum voru öll dýrin í skóginum aftur orðnir vinir. Það kom því nokkuð spánskt fyrir sjónir að afrakstur fundarins var orðaður svona: „Undanfarnar vikur hafa farið fram gagnlegar viðræður milli flokkanna þriggja sem mynda Reykjavíkurlistann. Ákveðinn vendipunktur varð á fundinum í dag þegar ákveðið var að vísa þeim tillögum og hugmyndum sem fram hafa komið í nánari útfærslu og vinnuferli. Fulltrúar í viðræðunefndinni munu nú skipta með sér verkum og vænta þess að ná farsælli niðurstöðu sem síðan verði kynnt borgarbúum.“ Þessi yfirlýsing var það sem eftir stóð og enginn úr viðræðunefndinni hefur gefið kost á viðtali síðan fundinum lauk. Það liggur þó fyrir að eitthvað meira hefur gerst en í yfirlýsingunni felst og framsóknarmenn orða það þannig að algjör kúvending hafi orðið á málflutningi Samfylkingarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu fólst útspil Samfylkingarinnar ekki í nýjum tillögum um fjölda borgarfulltrúa og enn hefur engin niðurstaða náðst um þau mál. Viðræðunefnd Samfylkingarinnar átti fund með borgarstjóra, formanni flokksins og efsta manni á lista í Reykjavík fyrir fundinn í gær og þar voru línurnar lagðar. Haft var samband við nokkra borgarfulltrúa R-listans í dag en þeir vildu ekki tjá sig frekar en fólk í viðræðunefndinni. Heimildarmenn fréttastofu innan R-listans segja að náist samkomulag um áframhaldandi samstarf muni það alltaf fela í sér að Samfylkingin fái borgarstjórastólinn. Opið prófkjör fari fram þar sem baráttan verður á milli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, núverandi borgarstjóra, og Stefáns Jóns Hafstein. Þá er jafnvel talið líklegt að Dagur Eggertsson gangi í Samfylkinguna og taki slaginn. Þegar hann var spurður um þann möguleika í dag sagðist hann ekki geta svarað því, enda væri það ótímabært. Oddvitar flokkanna í viðræðunefndinni munu halda áfram að funda um framtíð R-listans næstu vikurnar.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira