Innlent

Kennsl ekki borin strax

Lík sem fannst í tunnu fullri af steypu í húsagarði í Boksburg í Suður-Afríku á sunnudag er talið vera af íslenskum manni. Ekki hafa verið borin formleg kennsl á líkið og að sögn talsmanns lögreglunnar þar mun það taka nokkurn tíma. Reynt verður að fá vini mannsins til að bera kennsl á föt hans en hugsanlega þarf að bíða eftir að ættingjar komi til Suður-Afríku og gefi DNA-sýni. Þá gæti dugað að hafa upp á tannlækni mannsins. Umræddur Íslendingur hefur búið í Suður-Afríku í um tíu ár en hann hvarf fyrir um fimm vikum síðan. Hann er fertugur og þar sem hann seldi íbúð í Jóhannesarborg fyrir skömmu er hann talinn hafa haft þó nokkurt fé í fórum sínum. 28 ára karlmaður og 43 ára kona hafa verið handtekin, grunuð um morðið, en þau eru talin hafa boðið manninum far út á flugvöll. Vinir mannsins í Suður-Afríku töldu hann hafa farið til ættingja sinna á Íslandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×