R-listi: Viðræðum haldið áfram 11. júlí 2005 00:01 Flokkarnir þrír sem standa að R-listanum ákváðu rétt fyrir klukkan sex að halda áfram viðræðum um samstarf. Fyrr í dag hótuðu framsóknarmenn í samninganefnd fyrir R-listann að hætta samstarfinu ef Samfylkingin kæmi ekki með nýtt útspil á fundi flokkanna sem haldinn var síðdegis. Fulltrúar flokkanna segja að ákveðinn vendipunktur hafi orðið sem felist í nánari útfærslu og frekara vinnuferli. Þó orðalagið sé frekar loðið hefur augljóslega eitthvað gerst á fundinum því fyrr í dag var allt annað hljóð í strokknum. Menn í samninganefnd Framsóknarflokksins sögðust þá í samtali við fréttastofu dag tilbúnir að útiloka áframhald á R-lista samstarfinu ef ekki kæmi fram eitthvað nýtt frá Samfylkingunni á fundinum. Framsóknarflokkurinn hafi lagt fram tvær tillögur sem Vinstri grænir væru tilbúnir að samþykkja, en Samfylkingin gæti hvorki sagt af eða á. Framsóknarmenn segja þessar tillögur hafa legið uppi á borðum svo vikum skipti og verið ræddar á fjölmörgum fundum en viðbrögð samfylkingarmanna hafi alltaf verið á þá leið að ekki væri tímabært að ákveða fjölda borgarfulltrúa ennþá. Undir þessa gagnrýni taka menn úr herbúðum Vinstri grænna sem sögðust tilbúnir að ganga að tillögum Framsóknarflokkins, að því gefnu að sátt næðst um málefnin. Í samninganefnd Samfylkingarinnar segja menn hugmyndir Framsóknarflokksins rétt nýkomnar fram og því óeðlilegt að þeim verði svarað afdráttarlaust strax. Gengið yrði til fundarins á þeim forsendum að ekki yrði þar um neina afarkosti að ræða. Það væri augljóst að Framsóknarflokkurinn væri að reyna að etja Vinstri grænum og Samfylkingunni saman með því að leggja til að flokkarnir fengju nokkurn vegin jafnan hlut, þrátt fyrir að annar væri augljóslega stærri. Með því að stilla málinu þannig upp yrði ágreiningurinn um skiptingu borgarfulltrúa á milli þessara tveggja flokka, en gengið út frá því sem gefnu að enginn ágreiningur ríkti um hlut Framsóknarflokksins. Það væri fráleitt, enda ætti flokkurinn ekki fyrir nema einum borgarfulltrúa miðað við fylgið í höfuðborginni upp á síðkastið. Á fundinum virðast þessi ágreiningsatriði hins vegar hafa verið lögð á hilluna, a.m.k. í bili, og nú munu fulltrúar í viðræðunefndinni skipta með sér verkum og vænta þess að ná farsælli niðurstöðu sem síðan verði kynnt borgarbúum. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Flokkarnir þrír sem standa að R-listanum ákváðu rétt fyrir klukkan sex að halda áfram viðræðum um samstarf. Fyrr í dag hótuðu framsóknarmenn í samninganefnd fyrir R-listann að hætta samstarfinu ef Samfylkingin kæmi ekki með nýtt útspil á fundi flokkanna sem haldinn var síðdegis. Fulltrúar flokkanna segja að ákveðinn vendipunktur hafi orðið sem felist í nánari útfærslu og frekara vinnuferli. Þó orðalagið sé frekar loðið hefur augljóslega eitthvað gerst á fundinum því fyrr í dag var allt annað hljóð í strokknum. Menn í samninganefnd Framsóknarflokksins sögðust þá í samtali við fréttastofu dag tilbúnir að útiloka áframhald á R-lista samstarfinu ef ekki kæmi fram eitthvað nýtt frá Samfylkingunni á fundinum. Framsóknarflokkurinn hafi lagt fram tvær tillögur sem Vinstri grænir væru tilbúnir að samþykkja, en Samfylkingin gæti hvorki sagt af eða á. Framsóknarmenn segja þessar tillögur hafa legið uppi á borðum svo vikum skipti og verið ræddar á fjölmörgum fundum en viðbrögð samfylkingarmanna hafi alltaf verið á þá leið að ekki væri tímabært að ákveða fjölda borgarfulltrúa ennþá. Undir þessa gagnrýni taka menn úr herbúðum Vinstri grænna sem sögðust tilbúnir að ganga að tillögum Framsóknarflokkins, að því gefnu að sátt næðst um málefnin. Í samninganefnd Samfylkingarinnar segja menn hugmyndir Framsóknarflokksins rétt nýkomnar fram og því óeðlilegt að þeim verði svarað afdráttarlaust strax. Gengið yrði til fundarins á þeim forsendum að ekki yrði þar um neina afarkosti að ræða. Það væri augljóst að Framsóknarflokkurinn væri að reyna að etja Vinstri grænum og Samfylkingunni saman með því að leggja til að flokkarnir fengju nokkurn vegin jafnan hlut, þrátt fyrir að annar væri augljóslega stærri. Með því að stilla málinu þannig upp yrði ágreiningurinn um skiptingu borgarfulltrúa á milli þessara tveggja flokka, en gengið út frá því sem gefnu að enginn ágreiningur ríkti um hlut Framsóknarflokksins. Það væri fráleitt, enda ætti flokkurinn ekki fyrir nema einum borgarfulltrúa miðað við fylgið í höfuðborginni upp á síðkastið. Á fundinum virðast þessi ágreiningsatriði hins vegar hafa verið lögð á hilluna, a.m.k. í bili, og nú munu fulltrúar í viðræðunefndinni skipta með sér verkum og vænta þess að ná farsælli niðurstöðu sem síðan verði kynnt borgarbúum.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira