Leit hafin að grunuðum 9. júlí 2005 00:01 Breska lögreglan Scotland Yard og leyniþjónustan MI5 hafa beðið kollega sína um alla Evrópu að hafa uppi á Mohamed Guerbouzi, fjörutíu og fjögurra ára gömlum íslömskum fræðimanni með breskan og marokkóskan ríkisborgararétt. Talið er að hann geti verið leiðtogi hópsins sem skipulagði hryðjuverkin á fimmtudaginn. Guerbouzi hefur búið í Bretlandi frá því 1974 en hvarf af sjónarsviðinu skömmu eftir hryðjuverkaárásirnar í Madríd 2004. Fjölskylda hans hefur þegar neitað því að hann tengist hryðjuverkum og segir sögusagnirnar ofsóknir. Vísbendingarnar eru nokkuð afgerandi og vilja frönsk og marokkósk yfirvöld fá hann framseldan fyrir þátt í hryðjuverkaárásunum í Casablanda 2003, þar sem fjörutíu og fjórir voru myrtir. Times greinir frá því að Ósama bin Laden eigi sjálfur að hafa valið Guerbouzi til að stýra þeirri árás og Independent segir Guerbouzi sendiherra bin Ladens í Evrópu. Leyniþjónustur Frakklands og Þýskalands munu jafnframt hafa vissu fyrir því að hann hafi verið í sambandi við Abu Musab al-Zarqawi, leiðtoga al-Qaida í Írak, sem var fyrirferðarmikill í Evrópu áður en hann sneri sér að Írak. Yfirlýsing hins svokallaða leynihóps heilags stríðs al-Qaida í Evrópu er einnig tekin alvarlega og þykir renna stoðum undir þær kenningar, að tengsl Ósama bin Ladens séu hugsanlega meiri en í fyrstu var talið. Vefsíðunni, sem yfirlýsingin birtist á, er haldið úti af írökskum lækni í London, sem er sakaðir um að hafa látið bin Laden hafa gervihnattasíma fyrir einhverjum árum. Tvær aðrar yfirlýsingar hafa hins vegar borist, þar af ein frá Abu Hafs al-Masri hersveitunum, sem lýstu á sínum tíma hryðjuverkunum í Madríd á hendur sér. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira
Breska lögreglan Scotland Yard og leyniþjónustan MI5 hafa beðið kollega sína um alla Evrópu að hafa uppi á Mohamed Guerbouzi, fjörutíu og fjögurra ára gömlum íslömskum fræðimanni með breskan og marokkóskan ríkisborgararétt. Talið er að hann geti verið leiðtogi hópsins sem skipulagði hryðjuverkin á fimmtudaginn. Guerbouzi hefur búið í Bretlandi frá því 1974 en hvarf af sjónarsviðinu skömmu eftir hryðjuverkaárásirnar í Madríd 2004. Fjölskylda hans hefur þegar neitað því að hann tengist hryðjuverkum og segir sögusagnirnar ofsóknir. Vísbendingarnar eru nokkuð afgerandi og vilja frönsk og marokkósk yfirvöld fá hann framseldan fyrir þátt í hryðjuverkaárásunum í Casablanda 2003, þar sem fjörutíu og fjórir voru myrtir. Times greinir frá því að Ósama bin Laden eigi sjálfur að hafa valið Guerbouzi til að stýra þeirri árás og Independent segir Guerbouzi sendiherra bin Ladens í Evrópu. Leyniþjónustur Frakklands og Þýskalands munu jafnframt hafa vissu fyrir því að hann hafi verið í sambandi við Abu Musab al-Zarqawi, leiðtoga al-Qaida í Írak, sem var fyrirferðarmikill í Evrópu áður en hann sneri sér að Írak. Yfirlýsing hins svokallaða leynihóps heilags stríðs al-Qaida í Evrópu er einnig tekin alvarlega og þykir renna stoðum undir þær kenningar, að tengsl Ósama bin Ladens séu hugsanlega meiri en í fyrstu var talið. Vefsíðunni, sem yfirlýsingin birtist á, er haldið úti af írökskum lækni í London, sem er sakaðir um að hafa látið bin Laden hafa gervihnattasíma fyrir einhverjum árum. Tvær aðrar yfirlýsingar hafa hins vegar borist, þar af ein frá Abu Hafs al-Masri hersveitunum, sem lýstu á sínum tíma hryðjuverkunum í Madríd á hendur sér.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira