Þögnin grúfir yfir torginu 8. júlí 2005 00:01 Sorgin liggur í loftinu á götunum sem liggja að Tavistock Square og hún verður greinilegri eftir því sem nær dregur. Í það minnsta þrettán manns biðu bana þegar strætisvagn sem þeir voru í sprakk í loft upp við torgið og fjölmargir slösuðust. Rúmum sólarhring eftir þennan voðaatburð er svæðið ennþá girt af og lokað þeim sem ekki vinna eða búa á því. Lögreglumenn gæta girðingarinnar enda er staðurinn vettvangur glæps. Vanalega er ys og þys á þessum slóðum því að University College of London er þarna rétt hjá. Í dag ganga stúdentarnir hins vegar hljóðlega framhjá hver öðrum. Kona kemur út af bannsvæðinu með barnakerru á undan sér. Hún heitir Susan Woodward og starfar að öllu jöfnu sem blaðamaður en þessa dagana er hún í mæðraorlofi. "Ég var í íbúðinni minni með dóttur minni þegar við heyrðum mikinn hvell. Við litum báðar hvor á aðra og svo byrjaði síminn að hringja stöðugt og ættingjar að athuga hvort allt væri í lagi. Ég leit þá út um gluggann sá og heyrði að það voru mun fleiri lögreglubílar á ferðinni en vanalega. Ég þaut því út með barnið og varð allt í einu litið á strætisvagninn sem hafði algerlega flest í sundur. Þá fyrst gerði ég mér grein fyrir hvað hafði gerst." Ólíkt því sem flestir hefðu ef til vill gert í hennar sporum flýtti Susan sér ekki á brott með barnið heldur fylgdist hún með af athygli. "Sem betur fer sá ég ekki sjálf fórnarlömbin. Ég sá hins vegar hversu vel sjúkraflutninga- og slökkviliðsmennirnir stóðu sig. Dóttir mín er hins vegar orðin svo vön ysnum hérna að hún togaði skerminn á kerrunni bara yfir sig og steinsofnaði. Á meðan ég var að taka viðtöl og hringja símtöl svaf hún eins og selur." Susan er ákveðin í að láta líf sitt hafa sinn vanagang. "Ég ætla alls ekki að láta hryðjuverkamenn hafa áhrif á hvernig ég lifi mínu lífi. Ég er engu að síður mjög döpur yfir þessum hörmulegu atburðum. Að ráðast á fólk sem er fast ofan í neðanjarðarlestum er villimannlegra en orð fá lýst. Írski lýðveldisherinn, sama hversu slæmur hann var, hét því alltaf að láta neðanjarðarlestirnar í friði." Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Sorgin liggur í loftinu á götunum sem liggja að Tavistock Square og hún verður greinilegri eftir því sem nær dregur. Í það minnsta þrettán manns biðu bana þegar strætisvagn sem þeir voru í sprakk í loft upp við torgið og fjölmargir slösuðust. Rúmum sólarhring eftir þennan voðaatburð er svæðið ennþá girt af og lokað þeim sem ekki vinna eða búa á því. Lögreglumenn gæta girðingarinnar enda er staðurinn vettvangur glæps. Vanalega er ys og þys á þessum slóðum því að University College of London er þarna rétt hjá. Í dag ganga stúdentarnir hins vegar hljóðlega framhjá hver öðrum. Kona kemur út af bannsvæðinu með barnakerru á undan sér. Hún heitir Susan Woodward og starfar að öllu jöfnu sem blaðamaður en þessa dagana er hún í mæðraorlofi. "Ég var í íbúðinni minni með dóttur minni þegar við heyrðum mikinn hvell. Við litum báðar hvor á aðra og svo byrjaði síminn að hringja stöðugt og ættingjar að athuga hvort allt væri í lagi. Ég leit þá út um gluggann sá og heyrði að það voru mun fleiri lögreglubílar á ferðinni en vanalega. Ég þaut því út með barnið og varð allt í einu litið á strætisvagninn sem hafði algerlega flest í sundur. Þá fyrst gerði ég mér grein fyrir hvað hafði gerst." Ólíkt því sem flestir hefðu ef til vill gert í hennar sporum flýtti Susan sér ekki á brott með barnið heldur fylgdist hún með af athygli. "Sem betur fer sá ég ekki sjálf fórnarlömbin. Ég sá hins vegar hversu vel sjúkraflutninga- og slökkviliðsmennirnir stóðu sig. Dóttir mín er hins vegar orðin svo vön ysnum hérna að hún togaði skerminn á kerrunni bara yfir sig og steinsofnaði. Á meðan ég var að taka viðtöl og hringja símtöl svaf hún eins og selur." Susan er ákveðin í að láta líf sitt hafa sinn vanagang. "Ég ætla alls ekki að láta hryðjuverkamenn hafa áhrif á hvernig ég lifi mínu lífi. Ég er engu að síður mjög döpur yfir þessum hörmulegu atburðum. Að ráðast á fólk sem er fast ofan í neðanjarðarlestum er villimannlegra en orð fá lýst. Írski lýðveldisherinn, sama hversu slæmur hann var, hét því alltaf að láta neðanjarðarlestirnar í friði."
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira