Innlent

Ákærður í Ásláksmáli

Ríkissaksóknari hefur ákært mann á þrítugsaldri fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða með því að hafa, aðfaranótt sunnudagsins 12. desember 2004 á veitingahúsinu Ásláki í Mosfellsbæ, slegið annan mann hnefahöggi efst í háls vinstra megin með þeim afleiðingum að brot kom í hálshryggjarlið og slagæð við hálshrygg rofnaði. Segir í ákæru að höggið hafi valdið mikilli blæðingu inn í höfuðkúpu sem leiddi til þess að maðurinn lést af völdum blæðingar á milli heila og innri heilahimna. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×