Tugir látast úr blóðeitrun árlega 30. júní 2005 00:01 Áætlað er að 50 - 60 Íslendingar hafi látist árlega á undanförnum árum af völdum blóðeitrunar, öðru nafni sýklasóttar, að sögn Ölmu D. Möller yfirlæknis á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Dánartíðni hefur aukist samhliða því að tilfellum hefur fjölgað. Þessi vandi er eitt viðfangsefna á þingi norrænna svæfinga- og gjörgæslulækna, sem nú er haldið í Reykjavík. Þingið sitja yfir 1000 þátttakendur frá 42 þjóðum. Fyrirlesarar eru yfir 100 talsins frá tólf löndum. Sýklasóttin, eins og fagfólk í heilbrigðisgeiranum kallar blóðeitrunina, er alvarlegur sjúkdómur með háa dánartíðni og fer tilfellum fjölgandi. Til marks um það þá, látast fleiri af hennar völdum á vesturlöndum heldur en úr brjósta- og ristilkrabbameinum samanlagt. Alþjóðlegt átak er hafið þar sem leitast er við að bæta og hraða greiningu og meðferð á sýklasótt, að sögn Ölmu, jafnframt því að auka þekkingu lækna og almennings á sjúkdómnum. "Þetta er það sem kallað var blóðeitrun í gamla daga," segir Alma. "Sýkingin getur orðið ef einhver stingur sig, til að mynda á ryðguðum nagla og síðan kemur rák. En hún getur líka komið út frá lungnabólgu, liðsýkingum, þvagfærasýkingum og fleiri sýkingum. Þess vegna viljum við breyta nafninu í sýklasótt." Spurð hvort þessi aukning sýklasóttar og afleiðinga hennar sé til komin vegna vaxandi ónæmis fyrir sýklalyfjum segir Alma það ekki vitað með vissu. En vissulega læðist sá grunur að sérfræðingum. "Við erum sífellt að meðhöndla veikara fólk sem er þá einnig veikara fyrir. Verið er að setja gervilimi, gangráða og þess háttar í fólk og það getur aukið hættuna á þessu. Við gerum fleiri skurðaðgerðir, svo það er svo margt sem spilar inn í. Sýklasóttin getur sumsé stafað af áverka, inngripi eða komið eins og þruma úr heiðskýru lofti. Við getum fengið inn ungt, frískt fólk sem allt í einu verður fárveikt. Grunur leikur á að erfðafræðilegir þættir geti einnig spilað þarna inn í, auk hinna sem nefndir hafa verið hér að framan." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Áætlað er að 50 - 60 Íslendingar hafi látist árlega á undanförnum árum af völdum blóðeitrunar, öðru nafni sýklasóttar, að sögn Ölmu D. Möller yfirlæknis á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Dánartíðni hefur aukist samhliða því að tilfellum hefur fjölgað. Þessi vandi er eitt viðfangsefna á þingi norrænna svæfinga- og gjörgæslulækna, sem nú er haldið í Reykjavík. Þingið sitja yfir 1000 þátttakendur frá 42 þjóðum. Fyrirlesarar eru yfir 100 talsins frá tólf löndum. Sýklasóttin, eins og fagfólk í heilbrigðisgeiranum kallar blóðeitrunina, er alvarlegur sjúkdómur með háa dánartíðni og fer tilfellum fjölgandi. Til marks um það þá, látast fleiri af hennar völdum á vesturlöndum heldur en úr brjósta- og ristilkrabbameinum samanlagt. Alþjóðlegt átak er hafið þar sem leitast er við að bæta og hraða greiningu og meðferð á sýklasótt, að sögn Ölmu, jafnframt því að auka þekkingu lækna og almennings á sjúkdómnum. "Þetta er það sem kallað var blóðeitrun í gamla daga," segir Alma. "Sýkingin getur orðið ef einhver stingur sig, til að mynda á ryðguðum nagla og síðan kemur rák. En hún getur líka komið út frá lungnabólgu, liðsýkingum, þvagfærasýkingum og fleiri sýkingum. Þess vegna viljum við breyta nafninu í sýklasótt." Spurð hvort þessi aukning sýklasóttar og afleiðinga hennar sé til komin vegna vaxandi ónæmis fyrir sýklalyfjum segir Alma það ekki vitað með vissu. En vissulega læðist sá grunur að sérfræðingum. "Við erum sífellt að meðhöndla veikara fólk sem er þá einnig veikara fyrir. Verið er að setja gervilimi, gangráða og þess háttar í fólk og það getur aukið hættuna á þessu. Við gerum fleiri skurðaðgerðir, svo það er svo margt sem spilar inn í. Sýklasóttin getur sumsé stafað af áverka, inngripi eða komið eins og þruma úr heiðskýru lofti. Við getum fengið inn ungt, frískt fólk sem allt í einu verður fárveikt. Grunur leikur á að erfðafræðilegir þættir geti einnig spilað þarna inn í, auk hinna sem nefndir hafa verið hér að framan."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira