Innlent

Nokkrir teknir í átaki lögreglu

Tíu voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, tíu bílar voru óskoðaðir og fimm ökumenn voru án ökuskírteinis á fyrsta degi umferðareftirlitsátaks samgönguráðuneytis og lögreglu í Skagafirði áí dag. Ríkislögreglustjóri heldur utan um skipulagningu umferðareftirlitsins, en lögregluumdæmi landsins skiptast á um að vakta vegkafla hér og hvar um landið. Að sögn lögreglu á Sauðárkróki voru í samgönguráðuneytinu 40 milljónir króna eyrnamerktar verkefninu og keypt myndavél í gæslubíl þannig að einn lögreglumaður gæti sinnt hraðamælingum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×