Óperuna í Kópavog 28. júní 2005 00:01 Sú hugmynd Gunnars I. Birgissonar , hins nýja bæjarstjóra í Kópavogi , sem sagt var frá í gær, hefur áreiðanlega vakið mikla athygli tónlistarunnenda og von um að nú loks sjái fyrir endann á húsnæðisvandræðum Íslensku óperunnar. Vandræðagangurinn varðandi það að Íslenska óperan fái inni í fyrirhuguðu tónlistar- og ráðstefnuhúsi við Reykjavíkurhöfn hefur eflaust haft áhrif á að þessi hugmynd er nú lögð fram. Lengi vel virtist sem Óperan ætti alls ekki að fá inni í hinu nýja húsi, en nú mun vera gert ráð fyrir að henni verði troðið þar inn , án þess að hægt verði að hafa þar fullkomnar óperusýningar.Því hefur verið borið við að ekki sé með góðu móti hægt að reisa tónlistarhús sem jafnframt hýsi starfsemi óperu, en nú er komin fram hugmynd sem á eftir að útfæra í smáatriðum, þar sem höggvið er á þann vandræðahnút sem þessi mál hafa verið í. Við fyrstu sýn virðist einboðið að Óperan flytji í Kópavog. Íslenska óperan er 25 ára um þessar mundir, og hefur búið við ákaflega þröng húsakynni í Gamla bíói við Ingólfsstræti. Gamla bíó er ekki óperuhús, heldur kvikmyndahús af gamla skólanum, þar sem reyndar hafa verið haldnir margir eftirminnilegir tónleikar í áranna rás. . Íslenska óperan keypti Gamla bíó fyrir höfðinglega gjöf kaupmannshjónanna Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar. Það er fyrst og fremst drifkrafti Garðars Corters og hóps í kringum hann að þakka að Íslenska óperan er til. Innan hópsins hefur verið mikill frumherjakraftur, og búast má við að með hugmynd Gunnars I. Birgissonar bæjarstjóra eflist hópurinn til nýrra átaka. Bæjarstjórinn segir að hugmyndin um Óperuna í Kópavogi sé ekki nema nokkurra vikna gömul og hrinda mætti henni í framkvæmd fljótlega, þannig að fyrsta óperan yrði frumsýnd eftir 2-3 ár. Þá verður nýja tónlistarhúsið við Reykjavíkurhöfn varla fokhelt með sama áframhaldi, þannig að nú þurfa menn þar á bæ væntanlega að endurskoða hönnunarforsendur, því varla verða tvö óperuhús á höfuðborgarsvæðinu. Á menningartorfunni fyrir neðan Kópavogskirkju er nú þegar rekin blómleg menningarstarfsemi og óperuhús myndi styrkja þessar stofnanir og þær svo aftur Óperuna. Það verður væntanlega auðvelt verk fyrir bæjarstjórann Gunnar I.Birgisson að sannfæra menntamálaráðherrann , sem er líka sjálfstæðisþingmaður í Kraganum, um að heppilegast sé að hætta við að troða Íslensku óperunni inn í tónlistarhúsið fyrirhugaða, en að betra sé að reisa nýtt sérhæft óperuhús í miðju höfuðborgarsvæðisins. Íslenska óperan er sjálfseignarstofnun sem á húsnæðið við Ingólfsstræti, og hún þarf að sjálfsögðu að leggja fram krafta sína við Óperuna, auk Kópavogsbæjar og ríkisins. Það er að sjálfsögðu óperufólkið sem hefur reynsluna og þekkinguna varðandi reksturinn og verkefnaval, og innan raða þess eru listamennirnir sem standa að óperusýningunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun
Sú hugmynd Gunnars I. Birgissonar , hins nýja bæjarstjóra í Kópavogi , sem sagt var frá í gær, hefur áreiðanlega vakið mikla athygli tónlistarunnenda og von um að nú loks sjái fyrir endann á húsnæðisvandræðum Íslensku óperunnar. Vandræðagangurinn varðandi það að Íslenska óperan fái inni í fyrirhuguðu tónlistar- og ráðstefnuhúsi við Reykjavíkurhöfn hefur eflaust haft áhrif á að þessi hugmynd er nú lögð fram. Lengi vel virtist sem Óperan ætti alls ekki að fá inni í hinu nýja húsi, en nú mun vera gert ráð fyrir að henni verði troðið þar inn , án þess að hægt verði að hafa þar fullkomnar óperusýningar.Því hefur verið borið við að ekki sé með góðu móti hægt að reisa tónlistarhús sem jafnframt hýsi starfsemi óperu, en nú er komin fram hugmynd sem á eftir að útfæra í smáatriðum, þar sem höggvið er á þann vandræðahnút sem þessi mál hafa verið í. Við fyrstu sýn virðist einboðið að Óperan flytji í Kópavog. Íslenska óperan er 25 ára um þessar mundir, og hefur búið við ákaflega þröng húsakynni í Gamla bíói við Ingólfsstræti. Gamla bíó er ekki óperuhús, heldur kvikmyndahús af gamla skólanum, þar sem reyndar hafa verið haldnir margir eftirminnilegir tónleikar í áranna rás. . Íslenska óperan keypti Gamla bíó fyrir höfðinglega gjöf kaupmannshjónanna Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar. Það er fyrst og fremst drifkrafti Garðars Corters og hóps í kringum hann að þakka að Íslenska óperan er til. Innan hópsins hefur verið mikill frumherjakraftur, og búast má við að með hugmynd Gunnars I. Birgissonar bæjarstjóra eflist hópurinn til nýrra átaka. Bæjarstjórinn segir að hugmyndin um Óperuna í Kópavogi sé ekki nema nokkurra vikna gömul og hrinda mætti henni í framkvæmd fljótlega, þannig að fyrsta óperan yrði frumsýnd eftir 2-3 ár. Þá verður nýja tónlistarhúsið við Reykjavíkurhöfn varla fokhelt með sama áframhaldi, þannig að nú þurfa menn þar á bæ væntanlega að endurskoða hönnunarforsendur, því varla verða tvö óperuhús á höfuðborgarsvæðinu. Á menningartorfunni fyrir neðan Kópavogskirkju er nú þegar rekin blómleg menningarstarfsemi og óperuhús myndi styrkja þessar stofnanir og þær svo aftur Óperuna. Það verður væntanlega auðvelt verk fyrir bæjarstjórann Gunnar I.Birgisson að sannfæra menntamálaráðherrann , sem er líka sjálfstæðisþingmaður í Kraganum, um að heppilegast sé að hætta við að troða Íslensku óperunni inn í tónlistarhúsið fyrirhugaða, en að betra sé að reisa nýtt sérhæft óperuhús í miðju höfuðborgarsvæðisins. Íslenska óperan er sjálfseignarstofnun sem á húsnæðið við Ingólfsstræti, og hún þarf að sjálfsögðu að leggja fram krafta sína við Óperuna, auk Kópavogsbæjar og ríkisins. Það er að sjálfsögðu óperufólkið sem hefur reynsluna og þekkinguna varðandi reksturinn og verkefnaval, og innan raða þess eru listamennirnir sem standa að óperusýningunum.