Erlent

Sósíalistar lýsa yfir sigri

Sósíalistar hafa lýst yfir sigri í kjölfar þingkosninga í Búlgaríu. Þegar 95% atkvæða höfðu verið talin var Sósíalistaflokkurinn með ríflega 31% atkvæða sem er þó langt undir því sem kannanir gáfu til kynna. Þetta þýðir að erfitt gæti reynst að mynda starfhæfa meirihlutastjórn. Tyrkneska réttlætis- og frelsishreyfingin hlaut einnig dágott fylgi og lýsti yfir stuðningi við sósíalista en það dugir engu að síður ekki til myndunar meirihlutastjórnar. Því er óttast að þingið verði í raun óstarfhæft og að það þýði jafnframt að nauðsynlegar umbætur, sem Evrópusambandið hefur þrýst á um, sitji á hakanum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×