Sport

Heiðar til Fulham á mánudag

Heiðar Helguson mun að öllum líkindum skrifa undir 4 ára samning við enska úrvalsdeildarliðið Fulham á mánudaginn. Þetta kemur fram í frétt á stuðningsmannasíðu Watford í dag og segir þar að kaupverðið verði um 1.25 milljónir punda sem samsvarar rúmlega 150 milljónum íslenskra króna. Fréttir þess efnis að Fulham leiddi kapphlaupið um Heiðar bárust fyrst á fimmtudag en þá fundaði Heiðar með Chris Coleman knattspyrnustjóra Fulham. Síðan þá hafa engin tíðindi borist um málið þar til í dag með fyrrgreindri frétt á Watford stuðningsmannavefnum. Watford, félag Heiðars, hafði áður samþykkt tilboð upp á eina milljón punda í Heiðar frá nýliðum Wigan í úrvalsdeildinni en talið er að Heiðar vilji frekar leika með Fulham svo hann þurfi ekki að flytjast búferlum. Sunderland, Leeds United og Sheffield United í ensku 1. deildinni hafa einnig verið sterklega orðuð við Heiðar að undanförnu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×