Innlent

Flóttamenn kröfðust aðgerða

Flóttamenn sem dvalið hafa á gistiheimilinu Fit í Reykjanesbæ undanfarna mánuði fóru í dag í kröfugöngu um Keflavík. Þeir dreifðu bréfi þar sem kemur fram að þeir séu orðnir langþreyttir á seinagangi íslenska kerfisins og að þeim finnist undarlegt að hægt sé að fljúga Bobby Fischer til landsins með íslenskt vegabréf eins og ekkert sé, á meðan umsækjendur um pólitískt hæli húki mánuðum saman algerlega aðgerðalausir án þess að fá nokkra lausn sinna mála. Fólkið er frá mörgum löndum, meðal annars Georgíu, Afganistan, Alsír, Albaníu og Írak. Kröfur fólksins eru skýrar: Það vill fá að setjast hér að og fá leyfi til að vinna. Rætt verður við flóttamennina í fréttum Stöðvar tvö í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×