Sektir gætu orðið tvöföld vanskil 23. júní 2005 00:01 Tíu sæta ákærum í málum vegna fyrirtækja sem eru í eigu feðganna Sveins R. Eyjólfssonar og Eyjólfs Sveinssonar, eða þeim tengd. Kærurnar varða vanskil á virðisaukaskatti og opinberum gjöldum, en að auki eru Eyjólfur og Svavar Ásbjörnsson, fyrrum fjármálastjóri Fréttablaðsins ehf. og Vísis.is ehf. sakaðir um umboðssvik. Þeir eru sagðir hafa millifært á tímabilinu 29. apríl til 27. maí 2002 tæpar 25 milljónir af reikningi Vísis.is yfir á reikning Fréttablaðsins ehf. þannig að heimildarlaus yfirdráttur nam tæpum 24 milljónum króna. Alls nema vanskil á virðisaukaskatti og opinberum gjöldum rúmum 104 milljónum króna, en þau eru tengd rekstri fyrirtækjanna Fréttablaðsins ehf., Vísis.is ehf., Dagsprents hf., Markhússins-markaðsstofu ehf., Nota Bene hf., Info skiltagerðar ehf., Póstflutninga ehf. og ÍP-prentþjónustunnar ehf. Ákæru sæta framkvæmdastjórar og stjórnarmenn sem komu að rekstri fyrirtækjanna, en málið höfðar fyrir hönd Ríkislögreglustjóra Jón H. Snorrason saksóknari, yfirmaður efnahagsbrotadeildar. Í yfirlýsingu sem lögmenn Sveins R. Eyjólfssonar og Eyjólfs Sveinssonar sendu út í gær segir að mikilvægt sé að mál sem tengist þeim feðgum "og hafi í 3 ár verið til umfjöllunar hjá opinberum aðilum, með tilheyrandi fjölmiðlaathygli, séu nú loksins komin til meðferðar". Þar segir að refsiábyrgð vegna vörsluskatta sé að mörgu leyti gölluð og ekki rökrétt að sama refsiábyrgð fylgi því að greiða slíka skatta einum eða nokkrum dögum eftir gjalddaga og að greiða þá alls ekki. Lög kveða á um að sekt skuli nema að minnsta kosti tvöföldum vanskilum. "Þannig stendur á, og það mun koma fram við rekstur þessa dómsmáls, að langstærstur hluti þeirra fjárhæða sem tilgreindar eru í ákæruskjali og tengjast fyrirtækjum skjólstæðinga okkar hefur þegar verið greiddur," segir í yfirlýsingunni. Þá kemur fram að Sveinn og Eyjólfur telji að í ljós muni koma að í greiðsluerfiðleikum fyrirtækja þeirra hafi verið fullur vilji til að fara að lögum. Áréttað er að þeir feðgar tengist ekki eignaböndum þremur fyrirtækjanna sem nefnd eru í ákæru Ríkislögreglustjóra. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Fleiri fréttir „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump Sjá meira
Tíu sæta ákærum í málum vegna fyrirtækja sem eru í eigu feðganna Sveins R. Eyjólfssonar og Eyjólfs Sveinssonar, eða þeim tengd. Kærurnar varða vanskil á virðisaukaskatti og opinberum gjöldum, en að auki eru Eyjólfur og Svavar Ásbjörnsson, fyrrum fjármálastjóri Fréttablaðsins ehf. og Vísis.is ehf. sakaðir um umboðssvik. Þeir eru sagðir hafa millifært á tímabilinu 29. apríl til 27. maí 2002 tæpar 25 milljónir af reikningi Vísis.is yfir á reikning Fréttablaðsins ehf. þannig að heimildarlaus yfirdráttur nam tæpum 24 milljónum króna. Alls nema vanskil á virðisaukaskatti og opinberum gjöldum rúmum 104 milljónum króna, en þau eru tengd rekstri fyrirtækjanna Fréttablaðsins ehf., Vísis.is ehf., Dagsprents hf., Markhússins-markaðsstofu ehf., Nota Bene hf., Info skiltagerðar ehf., Póstflutninga ehf. og ÍP-prentþjónustunnar ehf. Ákæru sæta framkvæmdastjórar og stjórnarmenn sem komu að rekstri fyrirtækjanna, en málið höfðar fyrir hönd Ríkislögreglustjóra Jón H. Snorrason saksóknari, yfirmaður efnahagsbrotadeildar. Í yfirlýsingu sem lögmenn Sveins R. Eyjólfssonar og Eyjólfs Sveinssonar sendu út í gær segir að mikilvægt sé að mál sem tengist þeim feðgum "og hafi í 3 ár verið til umfjöllunar hjá opinberum aðilum, með tilheyrandi fjölmiðlaathygli, séu nú loksins komin til meðferðar". Þar segir að refsiábyrgð vegna vörsluskatta sé að mörgu leyti gölluð og ekki rökrétt að sama refsiábyrgð fylgi því að greiða slíka skatta einum eða nokkrum dögum eftir gjalddaga og að greiða þá alls ekki. Lög kveða á um að sekt skuli nema að minnsta kosti tvöföldum vanskilum. "Þannig stendur á, og það mun koma fram við rekstur þessa dómsmáls, að langstærstur hluti þeirra fjárhæða sem tilgreindar eru í ákæruskjali og tengjast fyrirtækjum skjólstæðinga okkar hefur þegar verið greiddur," segir í yfirlýsingunni. Þá kemur fram að Sveinn og Eyjólfur telji að í ljós muni koma að í greiðsluerfiðleikum fyrirtækja þeirra hafi verið fullur vilji til að fara að lögum. Áréttað er að þeir feðgar tengist ekki eignaböndum þremur fyrirtækjanna sem nefnd eru í ákæru Ríkislögreglustjóra.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Fleiri fréttir „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump Sjá meira