Innlent

Engar bætur fyrir kaup í deCode

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði á miðvikudag Landsbanka Íslands af skaðabótakröfu manns sem hélt því fram að bankinn hefði ekki upplýst hann um áhættuna sem því fylgdi að kaupa hlutabréf í deCode Genetics. Maðurinn krafðist þess að fá greitt rúmlega 4,2 milljóna króna tap af viðskiptum með bréf sem hann keypti 25. febrúar 2000 af Landsbréfum á tæpar fimm milljónir króna. Bréfin seldi hann í marslok 2002 á rúmar 700 þúsund krónur. Fyrr á árinu 2000 hafði maðurinn hagnast um rúmar 240 þúsund krónur með kaupum og sölu á bréfum deCode.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×