Innlent

Eldur í húsi við Grettisgötu

Lið frá öllum slökkviliðsstöðvum á höfuðborgarsvæðinu var kallað á vettvang eftir að mikill eldur gaus upp í tvílyftu bakhúsi við Grettisgötu laust fyrir klukkan eitt í nótt. Þegar slökkvilið kom á vettvang var húsið, sem er járnklætt timburhús, nær alelda og voru reykkafarar þegar sendir inn til að ganga úr skugga um hvort einhver væri þar inni. Svo reyndist ekki vera. Þá höfðu borist uplýsingar um að gaskútar kynnu að vera inni í húsinu en þeir fundust ekki. Greiðlega gekk að slá á eldinn en glæðiur voru víða um húsið og er það enn vaktað. Enginn býr í húsinu um þessar mundir þar sem verið var að gera það upp. Það er nú stórskemmt. Eldsupptök eru ókunn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×