Kynferðisbrotum fækkaði um 25% 22. júní 2005 00:01 Tilkynningum um kynferðisbrot í Reykjavík fækkaði um fjórðung í fyrra, innbrotum fækkaði um 12%, en fíkniefnabrotum fjölgaði um 3%. Karlar voru rúm áttatíu prósent þeirra sem handteknir voru. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu lögreglustjórans í Reykjavík fyrir árið 2004. 128 kynferðisbrot voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík, um fjórðungi færri en árið 2003. Þar af voru 24 nauðganir miðað við 33 árið áður. Eitt mál sem tengist vændi var kært. Rannsókn málsins er að mestu lokið en vændið fór fram á nuddstofu þar sem boðið var upp á það sem kallað er erótískt nudd. Tilkynntum ofbeldisbrotum í Reykjavík hefur fækkað um þriðjung síðustu fimm árin. Fíkniefnabrotum hefur hins vegar fjölgað stöðugt frá árinu 2000 og voru 731 í fyrra. Tæplega 6.000 auðgunarbrot voru tilkynnt, þar á meðal tólf kærur vegna svika í netviðskiptum. Tuttugu og sjö rán voru framin, rétt eins og í fyrra og í hittifyrra. Lögreglan skráði 24.300 umferðarlagabrot í umdæminu sem jafngildir því að fimmti hver íbúi á svæðinu hafi verið gripinn fyrir brot á umferðarlögum í fyrra. Handtökur voru tæplega fjögur þúsund og voru 2.123 einstaklingar handteknir, þar af voru 1.533 vistaðir í fangageymslum. Karlar voru 82% þeirra sem handteknir voru. Lögreglan í Reykjavík sinnti að jafnaði 216 verkefnum á sólarhring í fyrra eða níu á hverri klukkustund. Lögreglustjóranum tókst líka að halda vel utan um budduna en um 50 milljón króna afgangur varð af rekstrinum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira
Tilkynningum um kynferðisbrot í Reykjavík fækkaði um fjórðung í fyrra, innbrotum fækkaði um 12%, en fíkniefnabrotum fjölgaði um 3%. Karlar voru rúm áttatíu prósent þeirra sem handteknir voru. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu lögreglustjórans í Reykjavík fyrir árið 2004. 128 kynferðisbrot voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík, um fjórðungi færri en árið 2003. Þar af voru 24 nauðganir miðað við 33 árið áður. Eitt mál sem tengist vændi var kært. Rannsókn málsins er að mestu lokið en vændið fór fram á nuddstofu þar sem boðið var upp á það sem kallað er erótískt nudd. Tilkynntum ofbeldisbrotum í Reykjavík hefur fækkað um þriðjung síðustu fimm árin. Fíkniefnabrotum hefur hins vegar fjölgað stöðugt frá árinu 2000 og voru 731 í fyrra. Tæplega 6.000 auðgunarbrot voru tilkynnt, þar á meðal tólf kærur vegna svika í netviðskiptum. Tuttugu og sjö rán voru framin, rétt eins og í fyrra og í hittifyrra. Lögreglan skráði 24.300 umferðarlagabrot í umdæminu sem jafngildir því að fimmti hver íbúi á svæðinu hafi verið gripinn fyrir brot á umferðarlögum í fyrra. Handtökur voru tæplega fjögur þúsund og voru 2.123 einstaklingar handteknir, þar af voru 1.533 vistaðir í fangageymslum. Karlar voru 82% þeirra sem handteknir voru. Lögreglan í Reykjavík sinnti að jafnaði 216 verkefnum á sólarhring í fyrra eða níu á hverri klukkustund. Lögreglustjóranum tókst líka að halda vel utan um budduna en um 50 milljón króna afgangur varð af rekstrinum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira