Innlent

Sektaður fyrir sterasmygl

32 ára gamall maður var síðasta fimmtudag dæmdur til greiðslu 300.000 króna sektar í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tilraun til að smygla hingað til lands ólöglegum sterum frá Danmörku árið 2003. Þá var manninum gert að greiða sakarkostnað upp á rúmar 800.000 krónur. Maðurinn smyglaði efnunum í tveimur aðskildum sendingum með flutningaskipi frá Árósum. Hluta efnanna faldi hann í bifreiðarhreyfli og hinn hlutann í bifreið sem hann sendi til landsins. Lögregla haldlagði efnin við leit á vinnustað mannsins. Maðurinn játaði, en hann hefur ekki komist í kast við lögin áður. Greiði hann ekki sektina bíður hans vararefsing upp á 20 daga í fangelsi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×