Uppbyggingin er að skila sér 18. júní 2005 00:01 Breiðablik er í sérflokki í 1. deild karla í fótbolta og er með fullt hús stiga að loknum fyrstu sex umferðunum. Þeir sem tengjast félaginu segja árangurinn liggja í uppbyggingarstarfsemi síðustu ára. Blikar hafa unnið alla sex leiki sína í sumar og flesta með afar sannfærandi hætti. Markatalan er heldur ekkert slor, liðið hefur skorað 13 mörk en fengið á sig aðeins tvö og virðist Bjarni Jóhannsson, hinn gamalreyndi þjálfari liðsins, hafa náð að búa til einstaklega heilsteypt lið. Auk þess er Breiðablik síðasta liðið til að vinna FH-inga, sem hafa haft sams konar yfirburði í Landsbankadeildinni það sem af er, en sá sigur vannst í 8-liða úrslitum deildarbikarsins í vor. Steini Þorvaldsson er núverandi formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks og hefur setið í stjórn félagsins frá árinu 1999. Hann segir að ákveðið hafi verið að stokka upp hlutina þegar liðið féll úr efstu deild árið 2001 og að sú vinna sem tók þá við sé loksins að skila sér. „Við hófumst þá handa við að byggja liðið upp á strákum sem uppaldir voru hjá félaginu. Við réðum Bjarna sem þjálfara og það tekur alltaf tíma fyrir nýjan þjálfara að átta sig á liðinu. Það er núna sem árangur þessara vinnu er að skila sér,“ segir Steini. Liðið hjá Breiðabliki hefur tekið nokkrum breytingum frá því í fyrra en mesta breytingin er fólgin í því að gamlir jaxlar á borð við Sverri Sverrisson, Hreiðar Bjarnason, Hákon Sverrisson og Kristófer Sigurgeirsson eru horfnir á brott og hafa verið leystir af með ungum leikmönnum, flestum uppöldum hjá félaginu. Liðið fékk reyndar til sín tvo erlenda leikmenn sem flestir knattspyrnuáhugamenn ættu að þekkja, þá Hans Fróða Hansen, sem lék með Fram í fyrra, og Petr Podzemsky, sem lék með KR-ingum í fyrra. Auk þessa fékk liðið til sín Hjörvar Hafliðason til að standa á milli stanganna. Hjalti Kristjánsson, sem er aðeins 26 ára en samt sem áður leikreyndasti innlendi leikmaður Blika, segir þessa nýju menn hafa reynst mikinn feng fyrir liðið. „Þessir nýju menn hafa reynst okkur gríðarlega vel og styðja vel við bakið á öllum ungu strákunum,“ segir hann. Hjalti hefur leikið með Breiðablik allan sinn feril og gengið í gegnum súrt og sætt með meistaraflokknum á undanförnum árum. Hann segir liðið nú það sterkasta sem félagið hafi haft á að skipa í áraraðir. "Ég get ekki sagt að þetta hafi gengið betur en ég átti von á. Við vissum að við værum með hörkulið og það er mikil samheldni í hópnum. Það er nýr andi í liðinu núna eftir að það var yngt upp og þetta hefur allt smollið í ár,“ segir Hjalti og bætir við að stefnan sé að sjálfsögðu sett á úrvalsdeildarsæti. „Aðalmarkmiðið er að komast upp og ef við endum í 1. sæti þá er það bara bónus,“ segir Hjalti. Steini tekur í sama streng og segir Breiðablik vera komið til að vera. „Við vorum með mjög sigursælan 84’ árgang í yngri flokkunum sem er nú að blómstra með meistaraflokknum en svo er mikill efniviður í 90’ árgangnum núna sem hafa verið mjög sigursælir síðustu ár. Auk þess er liðið í dag eitt það yngsta í deildinni svo að það er óhætt að segja að framtíðin sé björt.“ Leikir Blika í sumar:1. umf. Breiðablik–Haukar 2–1 Hjalti Kristjánsson, Gunnar Örn Jónsson 2. umf. Völsungur–Breiðablik 0–1 Kristján Óli Sigurðsson 3. umf. Breiðablik–Fjölnir 1–0 Ellert Hreinsson 4. umf. Þór Ak.–Breiðablik 1–3 Olgeir Sigurgeirsson 2 (bæði úr víti), sjálfsmark. 5. umf. Breiðablik–Víkingur Ó. 3–0 Olgeir Sigurgeirsson, víti, Ellert Hreinsson, Ragnar Gunnarsson 6. umf. KS–Breiðablik 0–3 Ragnar Gunnarsson 2, Olgeir Sigurgeirsson, víti. Árangur Blika síðustu ár2000 Úrvalsdeild 7.sæti 18 stig (5 sigrar) 2001 Úrvalsdeild 10. sæti 14 stig (4) 2002 1. deild 7. sæti 23 stig (7) 2003 1. deild 7. sæti 21 stig (6) 2004 1. deild 4. sæti 26 stig (7) 2005* 1.deild 1. sæti 18 stig (6) *Þriðjungi móts lokið Íslenski boltinn Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Fimm Íslandsmet og jafn mörg HM lágmörk litu dagsins ljós í Hafnafirði Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Anton Sveinn er hættur Oliver kveður Breiðablik Má búast við hasar í hörkuverkefni Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Sjá meira
Breiðablik er í sérflokki í 1. deild karla í fótbolta og er með fullt hús stiga að loknum fyrstu sex umferðunum. Þeir sem tengjast félaginu segja árangurinn liggja í uppbyggingarstarfsemi síðustu ára. Blikar hafa unnið alla sex leiki sína í sumar og flesta með afar sannfærandi hætti. Markatalan er heldur ekkert slor, liðið hefur skorað 13 mörk en fengið á sig aðeins tvö og virðist Bjarni Jóhannsson, hinn gamalreyndi þjálfari liðsins, hafa náð að búa til einstaklega heilsteypt lið. Auk þess er Breiðablik síðasta liðið til að vinna FH-inga, sem hafa haft sams konar yfirburði í Landsbankadeildinni það sem af er, en sá sigur vannst í 8-liða úrslitum deildarbikarsins í vor. Steini Þorvaldsson er núverandi formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks og hefur setið í stjórn félagsins frá árinu 1999. Hann segir að ákveðið hafi verið að stokka upp hlutina þegar liðið féll úr efstu deild árið 2001 og að sú vinna sem tók þá við sé loksins að skila sér. „Við hófumst þá handa við að byggja liðið upp á strákum sem uppaldir voru hjá félaginu. Við réðum Bjarna sem þjálfara og það tekur alltaf tíma fyrir nýjan þjálfara að átta sig á liðinu. Það er núna sem árangur þessara vinnu er að skila sér,“ segir Steini. Liðið hjá Breiðabliki hefur tekið nokkrum breytingum frá því í fyrra en mesta breytingin er fólgin í því að gamlir jaxlar á borð við Sverri Sverrisson, Hreiðar Bjarnason, Hákon Sverrisson og Kristófer Sigurgeirsson eru horfnir á brott og hafa verið leystir af með ungum leikmönnum, flestum uppöldum hjá félaginu. Liðið fékk reyndar til sín tvo erlenda leikmenn sem flestir knattspyrnuáhugamenn ættu að þekkja, þá Hans Fróða Hansen, sem lék með Fram í fyrra, og Petr Podzemsky, sem lék með KR-ingum í fyrra. Auk þessa fékk liðið til sín Hjörvar Hafliðason til að standa á milli stanganna. Hjalti Kristjánsson, sem er aðeins 26 ára en samt sem áður leikreyndasti innlendi leikmaður Blika, segir þessa nýju menn hafa reynst mikinn feng fyrir liðið. „Þessir nýju menn hafa reynst okkur gríðarlega vel og styðja vel við bakið á öllum ungu strákunum,“ segir hann. Hjalti hefur leikið með Breiðablik allan sinn feril og gengið í gegnum súrt og sætt með meistaraflokknum á undanförnum árum. Hann segir liðið nú það sterkasta sem félagið hafi haft á að skipa í áraraðir. "Ég get ekki sagt að þetta hafi gengið betur en ég átti von á. Við vissum að við værum með hörkulið og það er mikil samheldni í hópnum. Það er nýr andi í liðinu núna eftir að það var yngt upp og þetta hefur allt smollið í ár,“ segir Hjalti og bætir við að stefnan sé að sjálfsögðu sett á úrvalsdeildarsæti. „Aðalmarkmiðið er að komast upp og ef við endum í 1. sæti þá er það bara bónus,“ segir Hjalti. Steini tekur í sama streng og segir Breiðablik vera komið til að vera. „Við vorum með mjög sigursælan 84’ árgang í yngri flokkunum sem er nú að blómstra með meistaraflokknum en svo er mikill efniviður í 90’ árgangnum núna sem hafa verið mjög sigursælir síðustu ár. Auk þess er liðið í dag eitt það yngsta í deildinni svo að það er óhætt að segja að framtíðin sé björt.“ Leikir Blika í sumar:1. umf. Breiðablik–Haukar 2–1 Hjalti Kristjánsson, Gunnar Örn Jónsson 2. umf. Völsungur–Breiðablik 0–1 Kristján Óli Sigurðsson 3. umf. Breiðablik–Fjölnir 1–0 Ellert Hreinsson 4. umf. Þór Ak.–Breiðablik 1–3 Olgeir Sigurgeirsson 2 (bæði úr víti), sjálfsmark. 5. umf. Breiðablik–Víkingur Ó. 3–0 Olgeir Sigurgeirsson, víti, Ellert Hreinsson, Ragnar Gunnarsson 6. umf. KS–Breiðablik 0–3 Ragnar Gunnarsson 2, Olgeir Sigurgeirsson, víti. Árangur Blika síðustu ár2000 Úrvalsdeild 7.sæti 18 stig (5 sigrar) 2001 Úrvalsdeild 10. sæti 14 stig (4) 2002 1. deild 7. sæti 23 stig (7) 2003 1. deild 7. sæti 21 stig (6) 2004 1. deild 4. sæti 26 stig (7) 2005* 1.deild 1. sæti 18 stig (6) *Þriðjungi móts lokið
Íslenski boltinn Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Fimm Íslandsmet og jafn mörg HM lágmörk litu dagsins ljós í Hafnafirði Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Anton Sveinn er hættur Oliver kveður Breiðablik Má búast við hasar í hörkuverkefni Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti