Erlent

Enginn með hreinan meirihluta

Ljóst er að enginn frambjóðandi hefur fengið tilskilin fimmtíu prósent atkvæða í forsetakosningunum í Íran. Frambjóðendur eru sjö. Eftir að búið var að telja tuttugu og tvær milljónir atkvæða af þeim þrjátíu og tveim milljónum sem bárust var Akbar Hashemi Rafsanjani efstur með rúmlega 21% atkvæða. Rafsanjani er hófsamur íhaldsmaður. Fast á hæla honum kemur harðlínumaðurinn Mahmoud Amadienad með tæplega 20% atkvæða. Sýnt þykir að kosið verði á milli þeirra tveggja næstkomandi föstudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×