Samsærisfélagið 17. júní 2005 00:01 Árið 1950 kom út hjá Bókaútgáfunni Neistum þykk bók sem var sérprent úr Þjóðviljanum. Bókin var eftir þá Michael Sayers og Albert Kahn og bar þann tilkomumikla titil: Samsærið mikla gegn Sovétríkjunum. Ekki er tilefni til að rekja hér innihald bókarinnar að öðru leyti en því, að þar var hanskinn tekinn upp fyrir sovétkerfið og mál reifuð út frá sjónarhóli þess. Tilgangurinn með því var að auka skilning milli þjóða og koma í veg fyrir þriðju heimsstyrjöldina. Hér á landi varð bókin þó fyrst og fremst fræg fyrir titilinn, sem var grípandi og lýsandi fyrir þá endalausu tortryggni, sem síðan fylgdi kalda stríðinu. Þá var jafnan stutt í samsæriskenningar - í öllum pólitískum herbúðum. Enn síðar hefur það orðið eins konar tíska hjá fyrrverandi róttæklingum að vitna til þessa bókartitils þegar pólitískt "paranoja" gerir vart við sig. Það kemur því ekki á óvart að einmitt þessum bókartitili skjóti upp í huga fólks undir stjórnmálaumræðu þessarar viku. Samsærin eru á hverju strái í íslenskri stjórnmálaumræðu. Við lauslega samantekt má ætla að einhvers staðar á milli sex og tíu mikilvæg pólitísk samsæri séu í gagni einmit núna. Stóra samsærið og það sem vakið hefur hvað mestan tilfinningahita er samsæri stjórnarandstöðunnar, einkum Samfylkingarinnar, gegn Halldóri Ásgrímssyni, forsætisráðherra. Tilgangur þess samsæris er, samkvæmt Hjálmari Árnasyni, að eyðileggja Halldór og Framsókn til að skapa Samfylkingunni svæði á miðju íslenskra stjórnmála. Sérstaklega ósvífið þykir þetta samsæri fyrir það að stjórnarandstaðan hefur spurt um hugsanleg hagsmunatengsl og pólitískt siðferði. Samsærið gegn Halldóri er hins vegar skylt öðru og eldra samsæri Halldórs sjálfs og Davíðs Oddssonar gegn almenningi í bankasölumálum. Markmið þess samsæris var, sem kunnugt er, að færa helmingaskiptaöflum Framsóknar og Sjálfstæðisflokks ríkisbankana á silfurfati. Enn fleiri samsæri hafa spunnist út frá þessum tveimur samsærum, og má þar nefna nýlegt samsæri forsætisráðherra og Ríkisendurskoðunar. Stofnunin hefur sem kunnugt er sent frá sér minnisblað þar sem forsætisráðherra var sagður hæfur til bankasölu, en þetta nýja samsæri um hvítþvott ráðherrans hefur nú verið afhjúpað. Raunar fékk ríkisendurskoðandi tækifæri til að bera af sér sakir í fjárlaganefnd í gær og er niðurstaða þeirra réttarhalda ekki ljós þegar þessar línur eru skrifaðar. Mjög ólíklegt er þó að stjórnarandstæðingar láti skýringar ríkisendurskoðanda duga, þannig að reikna má með alvarlegum trúnaðarbresti milli hluta Alþingis og þessarar mikilvægustu eftirlitsstofnunar þingsins vegna samsærisins. En samsærin hafa hrannast upp í hverjum fréttatímanum á fætur öðrum og hin pólitíska staða orðið sífellt flóknari. Þannig komst upp um stórfellt samsæri í utanríkisráðuneytinu þar sem Davíð Oddsson er að stilla upp handvöldum taflmönnum sínum eins og hver annar skákmeistari. Í því samsæri eru margar vistarverur, og samsærissérfræðingar tala hátt og í hljóði um að Markús Örn Antonsson sé nú meðal annars að uppskera dygga þjónustu í fréttastjóramálinu og samfylkingarmaðurin Guðmundur Árni Stefánsson njóti þess nú að hafa staðið að baki núverandi utanríkisráðherra í eftirlaunamálinu á sínum tíma. Og eitt safaríkasta samsærið sem dúkkað hefur upp þessa síðustu daga er samsæri forseta lýðveldisins og Baugs. Í ljós kom að forsetafrúin flaug til Íslands fyrir nokkrum dögum með einkaþotu Baugsveldisins og var samferða þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Ingibjörgu Pálmadóttur. Þykir samsærismönnum þetta staðfesta svo um munar tengsl milli forsetans og Baugs, tengsl sem Davíð sagði skýringu á beitingu málskotsréttarins fyrir rúmu ári. Enda hefur rækilega verið flett ofan af þessu samsæri í sjónvarpi í vikunni. Þá eru alveg ótalin þau samsæri sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa bruggað gegn Samkeppnisstofnun og mannaráðningum inn í hinar nýju stofnanir sem taka við af henni. Ísland í dag er því sannkallað samfélag. Einkenni orðræðu samsærissamfélagsins eru líka sláandi lík hver sem á í hlut. "Rógburður", "skítkast", "ómálefnalegur málatilbúnaður", "lýðskrum" og "hálfkveðnar vísur" eru áberandi orð sem flestir grípa til. Þannig hafa samsærin verið að tæta í sundur aðra stjórnmálaumræðu og í raun drepa henni á dreif. Allt er túlkað í ljósi nýjustu samsæra, enda geta menn aldrei vitað fyrir víst hvaða samsæri eru raunveruleg og hver hugarburður. Það er eðli samsærisþjóðfélagsis. Þess vegna er þörfin æpandi brýn að eyða þessari óvissu og stofna til eins almenns og opins samsæris - samsæris sem nær til svo margra og er svo opið og gegnsætt að það hættir í raun að vera eiginlegt samsæri. Þetta er samsæri almennings um að almennar siða- og vinnureglur góðra stjórnsýsluhátta verði virtar . Til heiðurs gamalli bók með síungan titil mætti kalla þetta samsæri: Samsærið mikla gegn samsærunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Fastir pennar Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun
Árið 1950 kom út hjá Bókaútgáfunni Neistum þykk bók sem var sérprent úr Þjóðviljanum. Bókin var eftir þá Michael Sayers og Albert Kahn og bar þann tilkomumikla titil: Samsærið mikla gegn Sovétríkjunum. Ekki er tilefni til að rekja hér innihald bókarinnar að öðru leyti en því, að þar var hanskinn tekinn upp fyrir sovétkerfið og mál reifuð út frá sjónarhóli þess. Tilgangurinn með því var að auka skilning milli þjóða og koma í veg fyrir þriðju heimsstyrjöldina. Hér á landi varð bókin þó fyrst og fremst fræg fyrir titilinn, sem var grípandi og lýsandi fyrir þá endalausu tortryggni, sem síðan fylgdi kalda stríðinu. Þá var jafnan stutt í samsæriskenningar - í öllum pólitískum herbúðum. Enn síðar hefur það orðið eins konar tíska hjá fyrrverandi róttæklingum að vitna til þessa bókartitils þegar pólitískt "paranoja" gerir vart við sig. Það kemur því ekki á óvart að einmitt þessum bókartitili skjóti upp í huga fólks undir stjórnmálaumræðu þessarar viku. Samsærin eru á hverju strái í íslenskri stjórnmálaumræðu. Við lauslega samantekt má ætla að einhvers staðar á milli sex og tíu mikilvæg pólitísk samsæri séu í gagni einmit núna. Stóra samsærið og það sem vakið hefur hvað mestan tilfinningahita er samsæri stjórnarandstöðunnar, einkum Samfylkingarinnar, gegn Halldóri Ásgrímssyni, forsætisráðherra. Tilgangur þess samsæris er, samkvæmt Hjálmari Árnasyni, að eyðileggja Halldór og Framsókn til að skapa Samfylkingunni svæði á miðju íslenskra stjórnmála. Sérstaklega ósvífið þykir þetta samsæri fyrir það að stjórnarandstaðan hefur spurt um hugsanleg hagsmunatengsl og pólitískt siðferði. Samsærið gegn Halldóri er hins vegar skylt öðru og eldra samsæri Halldórs sjálfs og Davíðs Oddssonar gegn almenningi í bankasölumálum. Markmið þess samsæris var, sem kunnugt er, að færa helmingaskiptaöflum Framsóknar og Sjálfstæðisflokks ríkisbankana á silfurfati. Enn fleiri samsæri hafa spunnist út frá þessum tveimur samsærum, og má þar nefna nýlegt samsæri forsætisráðherra og Ríkisendurskoðunar. Stofnunin hefur sem kunnugt er sent frá sér minnisblað þar sem forsætisráðherra var sagður hæfur til bankasölu, en þetta nýja samsæri um hvítþvott ráðherrans hefur nú verið afhjúpað. Raunar fékk ríkisendurskoðandi tækifæri til að bera af sér sakir í fjárlaganefnd í gær og er niðurstaða þeirra réttarhalda ekki ljós þegar þessar línur eru skrifaðar. Mjög ólíklegt er þó að stjórnarandstæðingar láti skýringar ríkisendurskoðanda duga, þannig að reikna má með alvarlegum trúnaðarbresti milli hluta Alþingis og þessarar mikilvægustu eftirlitsstofnunar þingsins vegna samsærisins. En samsærin hafa hrannast upp í hverjum fréttatímanum á fætur öðrum og hin pólitíska staða orðið sífellt flóknari. Þannig komst upp um stórfellt samsæri í utanríkisráðuneytinu þar sem Davíð Oddsson er að stilla upp handvöldum taflmönnum sínum eins og hver annar skákmeistari. Í því samsæri eru margar vistarverur, og samsærissérfræðingar tala hátt og í hljóði um að Markús Örn Antonsson sé nú meðal annars að uppskera dygga þjónustu í fréttastjóramálinu og samfylkingarmaðurin Guðmundur Árni Stefánsson njóti þess nú að hafa staðið að baki núverandi utanríkisráðherra í eftirlaunamálinu á sínum tíma. Og eitt safaríkasta samsærið sem dúkkað hefur upp þessa síðustu daga er samsæri forseta lýðveldisins og Baugs. Í ljós kom að forsetafrúin flaug til Íslands fyrir nokkrum dögum með einkaþotu Baugsveldisins og var samferða þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Ingibjörgu Pálmadóttur. Þykir samsærismönnum þetta staðfesta svo um munar tengsl milli forsetans og Baugs, tengsl sem Davíð sagði skýringu á beitingu málskotsréttarins fyrir rúmu ári. Enda hefur rækilega verið flett ofan af þessu samsæri í sjónvarpi í vikunni. Þá eru alveg ótalin þau samsæri sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa bruggað gegn Samkeppnisstofnun og mannaráðningum inn í hinar nýju stofnanir sem taka við af henni. Ísland í dag er því sannkallað samfélag. Einkenni orðræðu samsærissamfélagsins eru líka sláandi lík hver sem á í hlut. "Rógburður", "skítkast", "ómálefnalegur málatilbúnaður", "lýðskrum" og "hálfkveðnar vísur" eru áberandi orð sem flestir grípa til. Þannig hafa samsærin verið að tæta í sundur aðra stjórnmálaumræðu og í raun drepa henni á dreif. Allt er túlkað í ljósi nýjustu samsæra, enda geta menn aldrei vitað fyrir víst hvaða samsæri eru raunveruleg og hver hugarburður. Það er eðli samsærisþjóðfélagsis. Þess vegna er þörfin æpandi brýn að eyða þessari óvissu og stofna til eins almenns og opins samsæris - samsæris sem nær til svo margra og er svo opið og gegnsætt að það hættir í raun að vera eiginlegt samsæri. Þetta er samsæri almennings um að almennar siða- og vinnureglur góðra stjórnsýsluhátta verði virtar . Til heiðurs gamalli bók með síungan titil mætti kalla þetta samsæri: Samsærið mikla gegn samsærunum.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun