Eignin 34 en ekki 25 prósent 16. júní 2005 00:01 Ríkisendurskoðandi gat ekki veitt fullnægjandi svör um eignarhald venslamanna forsætisráðherra í Ketillaugu ehf. og eign félagsins í Skinney Þinganesi á fundi fjárlaganefndar í gær. Ríkisendurskoðandi segir í tilkynningu til formanns fjárlaganefndar eftir fundinn, að óbeinn hlutur venslamanna Halldórs Ásgrímssonar í Skinney-Þinganesi hafi því ekki um 25 prósent líkt og fram kom í minnisblaði ríkisendurskoðanda síðastliðinn mánudag heldur um 34 prósent. Ríkisendurskoðandi metur það svo að ofangreindar upplýsingar breyti ekki þeirri niðurstöðu stofnunarinnar að Halldór Ásgrímsson hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum á sínum tíma á vettvangi ráðherranefndarinnar. Ríkisendurskoðun telur að þetta hafi verið eina atriðið sem hún hafi ekki veitt fullnægjandi svar við á fundi fjárlaganefndar í gær. Að gefnu þessu svari líti stofnunin svo á að málinu sé lokið af hennar hálfu. Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi í fjárlaganefnd, segir að það hljóti að teljast grafalvarlegt að enn á ný komi í ljós að ekki sé unnt að treysta upplýsingum sem tengist Skinney-Þinganesi í þessu ferli. Gunnar Ásgeirsson, einn af eigendum Ketillaugar og stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess, gagnrýndi umfjöllun fjölmiðla og stjórnmálamanna á aðalfundi félagsins í gær. Hann sagði að umræðan hefði byggst á upphrópunum og fullyrðingum sem skaðað hefðu ímynd félagsins að ósekju. Skinney-Þinganes gæti ekki borið ábyrgð á misritunum annarra sem virtust hafa þyrlað upp moldviðri. Gunnar sagði jafnframt að hlutdeild Skinneyjar Þinganess í hagnaði Hesteyrar árið 2002 hefði numið tæpum 74 milljónum króna eftir skatta. Ríkisendurskoðandi gat ekki veitt fullnægjandi svör um eignarhald venslamanna forsætisráðherra í Ketillaugu ehf. og eign félagsins í Skinney Þinganesi á fundi fjárlaganefndar í gær. Að athuguðu máli upplýsti hann eftir fundinn að lögmanni Skinneyjar Þinganess hefði sést yfir að sumir hluthafar í Ketillaugu, sem áttu rétt um 18 prósent í Skinney-Þinganesi í október árið 2002, væru venslamenn Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Samanlagt hefðu venslamenn forsætisráðherra því átt helming í áðurgreindu félagi. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Ríkisendurskoðandi gat ekki veitt fullnægjandi svör um eignarhald venslamanna forsætisráðherra í Ketillaugu ehf. og eign félagsins í Skinney Þinganesi á fundi fjárlaganefndar í gær. Ríkisendurskoðandi segir í tilkynningu til formanns fjárlaganefndar eftir fundinn, að óbeinn hlutur venslamanna Halldórs Ásgrímssonar í Skinney-Þinganesi hafi því ekki um 25 prósent líkt og fram kom í minnisblaði ríkisendurskoðanda síðastliðinn mánudag heldur um 34 prósent. Ríkisendurskoðandi metur það svo að ofangreindar upplýsingar breyti ekki þeirri niðurstöðu stofnunarinnar að Halldór Ásgrímsson hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum á sínum tíma á vettvangi ráðherranefndarinnar. Ríkisendurskoðun telur að þetta hafi verið eina atriðið sem hún hafi ekki veitt fullnægjandi svar við á fundi fjárlaganefndar í gær. Að gefnu þessu svari líti stofnunin svo á að málinu sé lokið af hennar hálfu. Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi í fjárlaganefnd, segir að það hljóti að teljast grafalvarlegt að enn á ný komi í ljós að ekki sé unnt að treysta upplýsingum sem tengist Skinney-Þinganesi í þessu ferli. Gunnar Ásgeirsson, einn af eigendum Ketillaugar og stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess, gagnrýndi umfjöllun fjölmiðla og stjórnmálamanna á aðalfundi félagsins í gær. Hann sagði að umræðan hefði byggst á upphrópunum og fullyrðingum sem skaðað hefðu ímynd félagsins að ósekju. Skinney-Þinganes gæti ekki borið ábyrgð á misritunum annarra sem virtust hafa þyrlað upp moldviðri. Gunnar sagði jafnframt að hlutdeild Skinneyjar Þinganess í hagnaði Hesteyrar árið 2002 hefði numið tæpum 74 milljónum króna eftir skatta. Ríkisendurskoðandi gat ekki veitt fullnægjandi svör um eignarhald venslamanna forsætisráðherra í Ketillaugu ehf. og eign félagsins í Skinney Þinganesi á fundi fjárlaganefndar í gær. Að athuguðu máli upplýsti hann eftir fundinn að lögmanni Skinneyjar Þinganess hefði sést yfir að sumir hluthafar í Ketillaugu, sem áttu rétt um 18 prósent í Skinney-Þinganesi í október árið 2002, væru venslamenn Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Samanlagt hefðu venslamenn forsætisráðherra því átt helming í áðurgreindu félagi.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira