Innlent

Ummæli Jóns Baldvins ómerkt

Ummæli Jóns Baldvins Hannibalssonar sendiherra sem hann viðhafði í Dagblaðinu um fyrrum tengdason sinn Marco Brancaccia, yfirmann ítölsku fréttaþjónustunnar ANSA í Mið-Ameríku, voru á miðvikudag ómerkt í Héraðsdómi Reykjavíkur. Jón Baldvin sagði í viðtali við blaðið í fyrra að Marco hefði hótað honum og Bryndísi Schram eiginkonu hans lífláti. Þau ummæli kærði Marco. Guðrún Helga Brynleifsdóttir, lögmaður Marcos, segir að honum hafi ekki verið dæmdar skaðabætur í málinu, en málskostnaður falli á Jón Baldvin. Hvorki náðist í gær í Jón Baldvin né lögmann hans, Reimar Pétursson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×