Ógnvænlegt ástand vegna offitu 16. júní 2005 00:01 ;Þetta er ógnvænlegt ástand," segir Anna Björg Aradóttir hjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu um þá staðreynd að nær 400 offitusjúklingar skuli vera á biðlista eftir meðferð hjá Reykjalundi og offituvandinn herji á æ fleiri landsmenn, börn og fullorðna. Ludvig Guðmundsson yfirlæknir á Reykjalundi sagði í Fréttablaðinu í gær, að samkvæmt þjónustusamningi við ríkið væri gert ráð fyrir þjónustu við 25 offitusjúklinga á ári. Vegna sívaxandi ásóknar þyrfti Reykjalundur að taka inn 100 - 110 manns á ári, einungis til að sinna brýnustu þörfinni. "Það er vitað að þetta skerðir mjög lífsgæði þessa fólks sem á við þennan sjúkdóm að etja," segir Anna Björg. "Í öðru lagi er það gífurlegur kostnaður fyrir samfélagið ef þessi þróun heldur áfram með öllum þeim sjúkdómum sem fylgja offitu svo og þeirri viðleitni að reyna að ráða bót á meininu." Anna Björg segir, að vitað sé að meðferðin á Reykjalundi, sem oftast leiðir til aðgerðar á Landspítala háskólasjúkrahúsi, skili árangri. Frá faglegu sjónarmiði þurfi því að bregðast við aukinni meðferðarþörf með auknum afköstum á Reykjalundi. "Landlæknisembættið myndi jafnframt vilja leggja áherslu að snúa þessari þróun við með forvörnum, þannig að fólki sem á við þennan vanda að stríða, fækki. Við myndum vilja vinna með börn og ungmenni þannig að dregið yrði úr líkum á því að þau yrðu feitt fullorðið fólk. Þetta er samfélagslegt vandamál og landlæknisembættið vill gjarnan vinna með Lýðheilsustöð að því að fá heilsugæsluna, skólasamfélagið, foreldra og aðra þá sem eru að vinna með börnum og ungmennum til veita þeim stuðning til heilsusamlegs lífs. Þess ber að geta að ríkisstjórnin hefur falið Lýðheilsustöð að móta aðgerðaáætlun gegn þessari offituþróun." Anna Björg bætir við að hvetja þurfi markaðinn til að líta í eigin barm og gera sér grein fyrir að hann beri nokkra ábyrgð á þróun mála. Gífurlegur þrýstingur sé á börn og unglinga til að neyta alls konar óhollustu hvort sem sé í formi matar eða drykkjar. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
;Þetta er ógnvænlegt ástand," segir Anna Björg Aradóttir hjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu um þá staðreynd að nær 400 offitusjúklingar skuli vera á biðlista eftir meðferð hjá Reykjalundi og offituvandinn herji á æ fleiri landsmenn, börn og fullorðna. Ludvig Guðmundsson yfirlæknir á Reykjalundi sagði í Fréttablaðinu í gær, að samkvæmt þjónustusamningi við ríkið væri gert ráð fyrir þjónustu við 25 offitusjúklinga á ári. Vegna sívaxandi ásóknar þyrfti Reykjalundur að taka inn 100 - 110 manns á ári, einungis til að sinna brýnustu þörfinni. "Það er vitað að þetta skerðir mjög lífsgæði þessa fólks sem á við þennan sjúkdóm að etja," segir Anna Björg. "Í öðru lagi er það gífurlegur kostnaður fyrir samfélagið ef þessi þróun heldur áfram með öllum þeim sjúkdómum sem fylgja offitu svo og þeirri viðleitni að reyna að ráða bót á meininu." Anna Björg segir, að vitað sé að meðferðin á Reykjalundi, sem oftast leiðir til aðgerðar á Landspítala háskólasjúkrahúsi, skili árangri. Frá faglegu sjónarmiði þurfi því að bregðast við aukinni meðferðarþörf með auknum afköstum á Reykjalundi. "Landlæknisembættið myndi jafnframt vilja leggja áherslu að snúa þessari þróun við með forvörnum, þannig að fólki sem á við þennan vanda að stríða, fækki. Við myndum vilja vinna með börn og ungmenni þannig að dregið yrði úr líkum á því að þau yrðu feitt fullorðið fólk. Þetta er samfélagslegt vandamál og landlæknisembættið vill gjarnan vinna með Lýðheilsustöð að því að fá heilsugæsluna, skólasamfélagið, foreldra og aðra þá sem eru að vinna með börnum og ungmennum til veita þeim stuðning til heilsusamlegs lífs. Þess ber að geta að ríkisstjórnin hefur falið Lýðheilsustöð að móta aðgerðaáætlun gegn þessari offituþróun." Anna Björg bætir við að hvetja þurfi markaðinn til að líta í eigin barm og gera sér grein fyrir að hann beri nokkra ábyrgð á þróun mála. Gífurlegur þrýstingur sé á börn og unglinga til að neyta alls konar óhollustu hvort sem sé í formi matar eða drykkjar.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira