Innlent

Bíll fastur undir Höfðabakkabrú

Umferðartafir hafa orðið á Vestulandsvegi undir Höfðabakkabrúnni í vestur en þar er flutningabíll fastur. Bíllinn, sem er frá fyrirtækinu BM-Vallá, var með mikið járnvirki á pallinum, þar af stóð járnsúla hátt upp í loftið og hún rakst undir brúna með þeim afleiðingum að bíllinn er fastur. Engin slys urðu á fólki en bílar bíða í biðröð langleiðina upp í Mosfellsbæ þar sem aðeins er hægt að aka um aðra akreinina undir brúnni. Vegfarendum sem eiga leið þar um er bent á að velja sér hjáleiðir en unnið er að því að losa bílinn. Lögregla segir það furðualgengt að bílar festist á þennan hátt undir brúnni og ber hún þess merki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×