Innlent

Í gæsluvarðhaldi fram á mánudag

Paul Gill, breski atvinnumótmælandinn, sem var einn þremenninganna, sem mótmæltu álráðstefnu á Nordica-hóteli í gær, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni fram á mánudag. Hinum tveimur mótmælendunum var sleppt eftir yfirheyrslur í dag. Náttúruvaktin þvær hendur sínar af Ólafi Páli Sigurðssyni, einum mótmælendanna, þrátt fyrir að fram komi á heimasíðu Náttúruvaktarinnar að þegar hún varð að fullgildum samtökum í október síðastliðnum gegndi Ólafur Páll Sigurðsson starfi framkvæmdastjóra þar. Ásta Þorleifsdóttir, stjórnmarmaður Náttúruvaktarinnar, segir hann þó ekki hafa gegnt því starfi frá því í október.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×