Erlent

Bretar fái ekki afslátt hjá ESB

Frakkar beita nú Breta miklum þrýstingi til þess að fá þá til að falla frá afslætti af framlögum til Evrópusambandsins sem þeir hafa fengið frá 1984. Bretland var á þeim árum eitt af fátækari löndum ESB og fékk lítið í sinn hlut af landbúnaðarstyrkjum sem þá voru sjötíu og fimm prósent af fjárlögum sambandsins. Á fundi í Lúxemborg í gær studdu flest aðildarríkin Frakka í því að fella niður eða minnka afsláttinn sem Bretar fá en hann er í ár rúmlega fimm milljarðar evra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×