Rökstuðningur ekki fullnægjandi 10. júní 2005 00:01 Kona, sem dómsmálaráðuneytið neitaði um að ættleiða barn vegna offitu, vann mál sitt gegn íslenska ríkinu í dag. Dómari taldi rökstuðning dómsmálaráðuneytisins fyrir neitun ekki fullnægjandi. Lilja Sæmundsdóttir, sem er með kennaramenntun og sérkennaramenntun að baki, sótti um að ættleiða barn frá Kína fyrir tveimur árum. Hún fékk neitun frá dómsmálaráðuneytinu með þeim rökum að hún væri of feit. Ráðuneytið hunsaði umsögn hjartalæknis sem fann enga hættu á hjarta- eða æðasjúkdómum og einnig umsögn barnaverndarnefndar Akureyrar sem mælti eindregið með að Lilja fengi að ættleiða barn. Ráðuneyti dómsmála vísaði umsókninni til stjórnskipaðrar ættleiðingarnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að henni ætti að hafna. Dómurinn lítur svo á að allt of langt hafi verið gengið í úrskurði ráðuneytisins með ályktun um væntanlegan eða hugsanlegan heilsubrest Lilju. Ráðuneytið hafi ekki aflað nægilegra gagna og röksemda fyrir neituninni. Lilja krafðist þess einnig að viðurkennt væri með dómi að hún uppfyllti öll skilyrði til að ættleiða barn frá útlöndum en dómurinn telur það ekki heyra undir hann. Lilja getur áfrýjað þeim úrskurði eða sótt enn á ný um leyfi til að ættleiða barn. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Lilju, segist gera ráð fyrir að Lilja haldi áfram sínum tilraunum til þess að fá leyfi til að ættleiða barn. Dómsmálið er fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Sigríður Rut segist vita til þess að dómsmálaráðuneytið hafi áður gert athugasemdir um offitu fólks sem sótt hefur um að ættleiða barn. Því var hins vegar ekki neitað um að fá að ættleiða af þeirri ástæðu líkt og Lilju. Þá má einnig velta því fyrir sér hvernig er að sitja í dómsal þar sem hamrað er á því að líkamsvöxtur manns sé óviðunandi. Leiða má líkur að því að sá málflutningur hafi verið einsdæmi í íslenskri réttarsögu. Verjandi íslenska ríkisins í málinu segir dómsmálaráðuneytið fara yfir það á næstum vikum eða mánuðum hvort ástæða þyki til áfrýjunar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Kona, sem dómsmálaráðuneytið neitaði um að ættleiða barn vegna offitu, vann mál sitt gegn íslenska ríkinu í dag. Dómari taldi rökstuðning dómsmálaráðuneytisins fyrir neitun ekki fullnægjandi. Lilja Sæmundsdóttir, sem er með kennaramenntun og sérkennaramenntun að baki, sótti um að ættleiða barn frá Kína fyrir tveimur árum. Hún fékk neitun frá dómsmálaráðuneytinu með þeim rökum að hún væri of feit. Ráðuneytið hunsaði umsögn hjartalæknis sem fann enga hættu á hjarta- eða æðasjúkdómum og einnig umsögn barnaverndarnefndar Akureyrar sem mælti eindregið með að Lilja fengi að ættleiða barn. Ráðuneyti dómsmála vísaði umsókninni til stjórnskipaðrar ættleiðingarnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að henni ætti að hafna. Dómurinn lítur svo á að allt of langt hafi verið gengið í úrskurði ráðuneytisins með ályktun um væntanlegan eða hugsanlegan heilsubrest Lilju. Ráðuneytið hafi ekki aflað nægilegra gagna og röksemda fyrir neituninni. Lilja krafðist þess einnig að viðurkennt væri með dómi að hún uppfyllti öll skilyrði til að ættleiða barn frá útlöndum en dómurinn telur það ekki heyra undir hann. Lilja getur áfrýjað þeim úrskurði eða sótt enn á ný um leyfi til að ættleiða barn. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Lilju, segist gera ráð fyrir að Lilja haldi áfram sínum tilraunum til þess að fá leyfi til að ættleiða barn. Dómsmálið er fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Sigríður Rut segist vita til þess að dómsmálaráðuneytið hafi áður gert athugasemdir um offitu fólks sem sótt hefur um að ættleiða barn. Því var hins vegar ekki neitað um að fá að ættleiða af þeirri ástæðu líkt og Lilju. Þá má einnig velta því fyrir sér hvernig er að sitja í dómsal þar sem hamrað er á því að líkamsvöxtur manns sé óviðunandi. Leiða má líkur að því að sá málflutningur hafi verið einsdæmi í íslenskri réttarsögu. Verjandi íslenska ríkisins í málinu segir dómsmálaráðuneytið fara yfir það á næstum vikum eða mánuðum hvort ástæða þyki til áfrýjunar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira