Innlent

Tjón mest á Suðurlandsvegi

Samfélagskostnaður vegna tjóna á Suðurlandsvegi er mun hærri en á öðrum vegum. Þetta kemur fram í úttekt sem Vinir Hellisheiðar létu gera í samstarfi við tryggingarfélögin. Á blaðamannafundi í dag var kynnt samantekt yfir tjón á Suðurlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss frá 1990 og þar til í mars í ár og þar kom fram að kostnaðurinn nam fimm milljörðum króna. Slysa- og munatjón nam 2,4 milljörðum, tjón tjónvalds 800 milljónum og þá var samfélagskostnaður 1,8 milljarðar. Meðalkostnaður við eitt tjón á landinu öllu var rúmlega 1,5 milljónir króna en meðalkostnaður við eitt tjón á Suðurlandsvegi var hátt í 5,7 milljónir króna og nemur munurinn 376 prósentum. Það var Einar Guðmundsson, forvarafulltrúi Sjóvár, sem vann samantektina og kom fram í máli hans að tölurnar væru fremur lágmarkstölur en hitt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×