Innlent

9 mánaða fangelsi fyrir umboðssvik

Fyrrverandi afgreiðslustjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar var dæmdur í níu mánaða fangelsi í morgun og til að greiða sparisjóðnum liðlega átta milljónir króna fyrir umboðssvik en afgreiðslustjórinn sveik með ýmsum hætti umrædda fjárhæð út úr sparisjóðnum. Hluti fangelsisvistarinnar er skilorðsbundinn þar sem dráttur varð á rannsókn málsins hjá sýslumanninum í Hafnarfirði. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem dæmt er til vægari refsingar vegna dráttar á rannsókn mála hjá embættinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×