Málinu vísað frá 9. júní 2005 00:01 Máli sem Auður Sveinsdóttir Laxness höfðaði gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, prófessor, var í gær vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur. Auði var að auki gert að greiða Hannesi fimmhundruð þúsund krónur í málskostnað. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að ekki hafi verið nægjanlega gert grein fyrir brotum Hannesar í málshöfðuninni og sé hún því ófullnægjandi. Þar er Hannes sakaður um að hafa ekki notað tilvísanir með réttum hætti í bókum sínum um Halldór Kiljan Laxness og að auki nota verk Halldórs sjálfs of frjálslega. Hannes sagði þessa niðurstöðu ekki koma sér á óvart. "Það var aldrei sýnt fram á neina sök í þessu máli. Málið snýst nefnilega um það að aldrei var gerð tilraun til þess í stefnunni að sýna fram á lögbrotið, sem að sjálfsögðu var grundvallaratriði". Hannes hefur nú boðist til þess að gefa bókina út aftur með lagfæringum, og segir það vera sáttatillögu sína í þessu máli. Aðspurður að því hvort hann sé ekki að viðurkenna sekt sína með því, segir Hannes svo ekki vera. "Aðallega snérust athugasemdir fjölskyldu Laxness um það að tilvísarnir í Halldór Laxness hefðu átt að vera fleiri og endursagnir verka hans styttri. Ég er alveg tilbúinn til þess að taka tillit til þess og hef nú þegar unnið bókina með það að leiðarljósi, að mestu leyti. Það verða fleiri að fá að skrifa um Halldór Laxness en vinstri sinnaðir bókmenntafræðingar". Halldór Backman, lögmaður Auðar, undrast þessa niðurstöðu. "Það eru mikil vonbrigði að þetta hafi verið niðurstaðan. Undarlegast af öllu er þó sú krafa að stefnan þurfi að vera öll skrifuð upp, sem er á skjön við það sem hefur tíðkast hérlendis. Við munum að öllum líkindum kæra þetta til hæstaréttar og ef þessi niðurstaða er staðfest þar, þá verður málið sett á stað aftur. Það gefur auga leið." Halldóri finnst sáttatillaga Hannesar vera viðurkenning á sekt hans í málinu. "Í þessu hlýtur að felast ákveðin viðurkenning á sekt því af hverju ætti maðurinn að gera þetta, ef hann væri ekki tilbúinn til þess að fallast á að hann hafi gert eitthvað rangt?." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Sjá meira
Máli sem Auður Sveinsdóttir Laxness höfðaði gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, prófessor, var í gær vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur. Auði var að auki gert að greiða Hannesi fimmhundruð þúsund krónur í málskostnað. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að ekki hafi verið nægjanlega gert grein fyrir brotum Hannesar í málshöfðuninni og sé hún því ófullnægjandi. Þar er Hannes sakaður um að hafa ekki notað tilvísanir með réttum hætti í bókum sínum um Halldór Kiljan Laxness og að auki nota verk Halldórs sjálfs of frjálslega. Hannes sagði þessa niðurstöðu ekki koma sér á óvart. "Það var aldrei sýnt fram á neina sök í þessu máli. Málið snýst nefnilega um það að aldrei var gerð tilraun til þess í stefnunni að sýna fram á lögbrotið, sem að sjálfsögðu var grundvallaratriði". Hannes hefur nú boðist til þess að gefa bókina út aftur með lagfæringum, og segir það vera sáttatillögu sína í þessu máli. Aðspurður að því hvort hann sé ekki að viðurkenna sekt sína með því, segir Hannes svo ekki vera. "Aðallega snérust athugasemdir fjölskyldu Laxness um það að tilvísarnir í Halldór Laxness hefðu átt að vera fleiri og endursagnir verka hans styttri. Ég er alveg tilbúinn til þess að taka tillit til þess og hef nú þegar unnið bókina með það að leiðarljósi, að mestu leyti. Það verða fleiri að fá að skrifa um Halldór Laxness en vinstri sinnaðir bókmenntafræðingar". Halldór Backman, lögmaður Auðar, undrast þessa niðurstöðu. "Það eru mikil vonbrigði að þetta hafi verið niðurstaðan. Undarlegast af öllu er þó sú krafa að stefnan þurfi að vera öll skrifuð upp, sem er á skjön við það sem hefur tíðkast hérlendis. Við munum að öllum líkindum kæra þetta til hæstaréttar og ef þessi niðurstaða er staðfest þar, þá verður málið sett á stað aftur. Það gefur auga leið." Halldóri finnst sáttatillaga Hannesar vera viðurkenning á sekt hans í málinu. "Í þessu hlýtur að felast ákveðin viðurkenning á sekt því af hverju ætti maðurinn að gera þetta, ef hann væri ekki tilbúinn til þess að fallast á að hann hafi gert eitthvað rangt?."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Sjá meira