Boðar að flugvöllurinn skuli fara 9. júní 2005 00:01 Borgarfulltrúar R-listans boða að flugvöllurinn skuli fara en borgarstjóri vinnur með samgönguráðherra að undirbúningi nýrrar flugstöðvar. Samgönguráðhera og borgarstjóri undirrituðu fyrir fjórum mánuðum samkomulag um samgöngumiðstöð í Vatnsmýri. Einn liður samkomulagsins fól í sér að gerð yrði úttekt á flugvellinum sem yrði grundvöllur sameiginlegrar ákvörðunar um framtíð hans. Var gert ráð fyrir að hvor aðili um sig tilnefndi tvo fulltrúa til að leggja grunn að úttektinni sem unnin yrði af sjálfstæðum aðilum. Ríkið hefur nú skipað þá Helga Hallgrímsson, fyrrverandi vegamálastjóra, og Þorgeir Pálsson flugmálastjóra í nefndina og borgin þá Dag B. Eggertsson borgarfulltrúa og Sigurð Snævarr borgarhagfræðing. Helgi er formaður nefndarinnar. Bera á saman þrjá kosti. Í fyrsta lagi flugvöll með einni flugbraut, í öðru lagi flugvöll með tveimur brautum og í þriðja lagi þann kost að öll flugstarfsemi hverfi af svæðinu. Meta á meðal annars lágmarksstærð flugbrauta og athafnasvæðis sem þörf er talin á, eigi flugvöllurinn að þjóna núverandi hlutverki sínu sem miðstöð innanlandsflugsins. Að niðurstöðu fenginni er gert ráð fyrir að fram fari formlegar viðræður aðila um framtíð flugvallarins. Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum eins fljótt og auðið er. Önnur nefnd verður einnig skipuð á næstunni á grundvelli samkomulagsins en henni er ætlað undirbúa smíði samgöngumiðstöðvar sem gert er ráð fyrir að byggð verði sem einkaframkvæmd. Bæði ráðherra og borgarstjóri hafa lýst því markmiði að hún rísi á næstu þremur árum. Með samgönguáætlun í vor samþykkti Alþingi fjárveitingu til lagningar flughlaða á austursvæði flugvallarins með þeim skýringartexta að miðað væri við að þar yrði fljótlega byggð ný flugstöð. Fullyrt var þá í þingræðu af andstæðingi vallarins að með samþykktinni væri Alþingi að festa flugvöllinn í sessi. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Borgarfulltrúar R-listans boða að flugvöllurinn skuli fara en borgarstjóri vinnur með samgönguráðherra að undirbúningi nýrrar flugstöðvar. Samgönguráðhera og borgarstjóri undirrituðu fyrir fjórum mánuðum samkomulag um samgöngumiðstöð í Vatnsmýri. Einn liður samkomulagsins fól í sér að gerð yrði úttekt á flugvellinum sem yrði grundvöllur sameiginlegrar ákvörðunar um framtíð hans. Var gert ráð fyrir að hvor aðili um sig tilnefndi tvo fulltrúa til að leggja grunn að úttektinni sem unnin yrði af sjálfstæðum aðilum. Ríkið hefur nú skipað þá Helga Hallgrímsson, fyrrverandi vegamálastjóra, og Þorgeir Pálsson flugmálastjóra í nefndina og borgin þá Dag B. Eggertsson borgarfulltrúa og Sigurð Snævarr borgarhagfræðing. Helgi er formaður nefndarinnar. Bera á saman þrjá kosti. Í fyrsta lagi flugvöll með einni flugbraut, í öðru lagi flugvöll með tveimur brautum og í þriðja lagi þann kost að öll flugstarfsemi hverfi af svæðinu. Meta á meðal annars lágmarksstærð flugbrauta og athafnasvæðis sem þörf er talin á, eigi flugvöllurinn að þjóna núverandi hlutverki sínu sem miðstöð innanlandsflugsins. Að niðurstöðu fenginni er gert ráð fyrir að fram fari formlegar viðræður aðila um framtíð flugvallarins. Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum eins fljótt og auðið er. Önnur nefnd verður einnig skipuð á næstunni á grundvelli samkomulagsins en henni er ætlað undirbúa smíði samgöngumiðstöðvar sem gert er ráð fyrir að byggð verði sem einkaframkvæmd. Bæði ráðherra og borgarstjóri hafa lýst því markmiði að hún rísi á næstu þremur árum. Með samgönguáætlun í vor samþykkti Alþingi fjárveitingu til lagningar flughlaða á austursvæði flugvallarins með þeim skýringartexta að miðað væri við að þar yrði fljótlega byggð ný flugstöð. Fullyrt var þá í þingræðu af andstæðingi vallarins að með samþykktinni væri Alþingi að festa flugvöllinn í sessi.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira