Græðgi er góð 9. júní 2005 00:01 "Græðgi er góð," sagði Michael Douglas í frægu hlutverki sem bisnessmaðurinn Gordon Gekko í kvikmyndinni Wall Street árið 1987. Vísaði hann til þess að græðgin skildi hismið frá kjarnanum og fangaði undirstöðu framþróunar mannsandans. Græðgin væri ekki bara til góðs í viðskiptum heldur einnig í leitinni að betra lífi, ást eða þekkingu. Græðgin hefði markað framfarir í mannkynssögunni og myndi hjálpa fólki jafnt sem fyrirtækjum. Vafalaust eru margir ósammála Gordon Gekko um að græðgin sé góð. Hins vegar má segja að sannleikskorn leynist í orðum hans að því gefnu að græðgi eins manns verði ekki til þess að brjóta á rétti annars. Græðgin leysir úr læðingi kraft sem getur drifið fólk áfram á sínu sviði. Við getum talað um græðgi til að ná árangri. Þótt orðið hafi yfir sér neikvæðan blæ má ekki sjálfkrafa afskrifa græðgina sem neikvæða í fari fólks. Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, sagði í Morgunblaðsgrein fyrir nokkru að mikil umræða væri í Bandaríkjunum um "óeðlilegan hagnað og græðgi stórfyrirtækja". Tilefnið var góður árangur íslenskra fyrirtækja og taldi rektorinn að hagnaður væri nánast eina mælistikan sem notuð væri á árangur fyrirtækjanna. "Hagnaður fyrirtækja þarf að vera í samræmi við það samfélag sem þau starfa í og framlag þeirra til þess samfélags. Fyrirtæki hafa ekki eingöngu skyldum að gegna við eigendur sína, hluthafana, heldur einnig viðskiptavini og aðra meðborgara," sagði hann og hélt áfram síðar: "Fyrirtæki sem ganga vel hafa samfélagslegum skyldum að gegna. Þeim ber að leggja sitt af mörkum til menningar-, líknar- og menntamála." Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði, Milton Friedman, sagði í þekktri grein í The New York Times Magazine árið 1970 að þeir sem töluðu með þessum hætti væru í raun að tala fyrir óheftum sósíalisma. Hvað þýddi það að fyrirtæki bæru skyldur? Einungis einstaklingar gætu borið skyldur. Þeir sem töluðu á þennan hátt væru strengjabrúður gáfumanna sem hefðu grafið undan frjálsu þjóðfélagi síðustu áratugi. Fyrirtæki eru líka í eigu einstaklinga. Ég tel ekki réttlætanlegt að segja að þeir einstaklingar beri meiri samfélagslega ábyrgð en aðrir. Það er líka skrítið að rektorinn stilli hluthöfum upp á móti viðskiptavinum og öðrum meðborgurum. Hagsmunir þessara aðila fara í stórum dráttum saman. Ekkert samkeppnisfyrirtæki getur án viðskiptavina verið. Það verður að þjóna þeim til að ná árangri; lækka verð og bæta þjónustuna. Eigendum fyrirtækja er alls ekki skylt að leggja sitt af mörkum til menningar-, líknar- eða menntamála. Í frjálsu þjóðfélagi á enginn sjálfkrafa tilkall til eigna þeirra. Framsýni þeirra, dugnaður og afrek er þeim sjálfum að þakka. Ávinningur þeirra af frjálsum viðskiptum þýðir ekki tap annarra. Af hverju á menningarelítan meira tilkall til eigna þeirra en Runólfs Ágústssonar? Þrátt fyrir þetta er ekki þar með sagt að eigendur fyrirtækja láti ekkert af hendi rakna til þessara málaflokka sem rektorinn nefnir. Eftir að hafa aflað mér upplýsinga hjá viðskiptabönkunum þremur má gera ráð fyrir að þeir styrki málaflokkana sem Runólfur nefnir auk íþrótta um nálægt fjögur hundruð milljónir króna árlega. Það á einungis við um þrjá banka. Þessi fyrirtæki bjóða líka fjölmörgu fólki sem Runólfur útskrifar ár hvert vinnu. Þau gefa fólki sem hefur aflað sér mikillar menntunar færi á að vinna störf á Íslandi sem eru sambærileg störfum erlendis. Þessi árangur hefur náðst vegna þess að hugmyndir Runólfs um margvíslegar skyldur fyrirtækja hafa ekki verið í lög leiddar. Slík sósíalísk hugsun er sem betur fer liðin tíð á Íslandi - í bili að minnsta kosti. Hagnaður hefur verið sú mælistika sem mest er mark á takandi. Góð afkoma fyrirtækja gefur þeim færi á að stækka með öllum þeim góðu hliðaráhrifum sem því fylgir. "Hagnaður kemur alltaf fyrst," sagði Hreiðar Már Sigurðsson ,forstjóri Kaupþings banka, á fundi í Kaupmannahöfn fyrir viku. Við sjáum hvaða árangur það hefur borið fyrir íslenskt atvinnulíf. Í ljósi þess er hægt að segja: "Græðgi er góð." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Fastir pennar Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun
"Græðgi er góð," sagði Michael Douglas í frægu hlutverki sem bisnessmaðurinn Gordon Gekko í kvikmyndinni Wall Street árið 1987. Vísaði hann til þess að græðgin skildi hismið frá kjarnanum og fangaði undirstöðu framþróunar mannsandans. Græðgin væri ekki bara til góðs í viðskiptum heldur einnig í leitinni að betra lífi, ást eða þekkingu. Græðgin hefði markað framfarir í mannkynssögunni og myndi hjálpa fólki jafnt sem fyrirtækjum. Vafalaust eru margir ósammála Gordon Gekko um að græðgin sé góð. Hins vegar má segja að sannleikskorn leynist í orðum hans að því gefnu að græðgi eins manns verði ekki til þess að brjóta á rétti annars. Græðgin leysir úr læðingi kraft sem getur drifið fólk áfram á sínu sviði. Við getum talað um græðgi til að ná árangri. Þótt orðið hafi yfir sér neikvæðan blæ má ekki sjálfkrafa afskrifa græðgina sem neikvæða í fari fólks. Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, sagði í Morgunblaðsgrein fyrir nokkru að mikil umræða væri í Bandaríkjunum um "óeðlilegan hagnað og græðgi stórfyrirtækja". Tilefnið var góður árangur íslenskra fyrirtækja og taldi rektorinn að hagnaður væri nánast eina mælistikan sem notuð væri á árangur fyrirtækjanna. "Hagnaður fyrirtækja þarf að vera í samræmi við það samfélag sem þau starfa í og framlag þeirra til þess samfélags. Fyrirtæki hafa ekki eingöngu skyldum að gegna við eigendur sína, hluthafana, heldur einnig viðskiptavini og aðra meðborgara," sagði hann og hélt áfram síðar: "Fyrirtæki sem ganga vel hafa samfélagslegum skyldum að gegna. Þeim ber að leggja sitt af mörkum til menningar-, líknar- og menntamála." Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði, Milton Friedman, sagði í þekktri grein í The New York Times Magazine árið 1970 að þeir sem töluðu með þessum hætti væru í raun að tala fyrir óheftum sósíalisma. Hvað þýddi það að fyrirtæki bæru skyldur? Einungis einstaklingar gætu borið skyldur. Þeir sem töluðu á þennan hátt væru strengjabrúður gáfumanna sem hefðu grafið undan frjálsu þjóðfélagi síðustu áratugi. Fyrirtæki eru líka í eigu einstaklinga. Ég tel ekki réttlætanlegt að segja að þeir einstaklingar beri meiri samfélagslega ábyrgð en aðrir. Það er líka skrítið að rektorinn stilli hluthöfum upp á móti viðskiptavinum og öðrum meðborgurum. Hagsmunir þessara aðila fara í stórum dráttum saman. Ekkert samkeppnisfyrirtæki getur án viðskiptavina verið. Það verður að þjóna þeim til að ná árangri; lækka verð og bæta þjónustuna. Eigendum fyrirtækja er alls ekki skylt að leggja sitt af mörkum til menningar-, líknar- eða menntamála. Í frjálsu þjóðfélagi á enginn sjálfkrafa tilkall til eigna þeirra. Framsýni þeirra, dugnaður og afrek er þeim sjálfum að þakka. Ávinningur þeirra af frjálsum viðskiptum þýðir ekki tap annarra. Af hverju á menningarelítan meira tilkall til eigna þeirra en Runólfs Ágústssonar? Þrátt fyrir þetta er ekki þar með sagt að eigendur fyrirtækja láti ekkert af hendi rakna til þessara málaflokka sem rektorinn nefnir. Eftir að hafa aflað mér upplýsinga hjá viðskiptabönkunum þremur má gera ráð fyrir að þeir styrki málaflokkana sem Runólfur nefnir auk íþrótta um nálægt fjögur hundruð milljónir króna árlega. Það á einungis við um þrjá banka. Þessi fyrirtæki bjóða líka fjölmörgu fólki sem Runólfur útskrifar ár hvert vinnu. Þau gefa fólki sem hefur aflað sér mikillar menntunar færi á að vinna störf á Íslandi sem eru sambærileg störfum erlendis. Þessi árangur hefur náðst vegna þess að hugmyndir Runólfs um margvíslegar skyldur fyrirtækja hafa ekki verið í lög leiddar. Slík sósíalísk hugsun er sem betur fer liðin tíð á Íslandi - í bili að minnsta kosti. Hagnaður hefur verið sú mælistika sem mest er mark á takandi. Góð afkoma fyrirtækja gefur þeim færi á að stækka með öllum þeim góðu hliðaráhrifum sem því fylgir. "Hagnaður kemur alltaf fyrst," sagði Hreiðar Már Sigurðsson ,forstjóri Kaupþings banka, á fundi í Kaupmannahöfn fyrir viku. Við sjáum hvaða árangur það hefur borið fyrir íslenskt atvinnulíf. Í ljósi þess er hægt að segja: "Græðgi er góð."
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun