Erlent

Juncker áhyggjufullur vegna ESB

Forsætisráðherra Lúxemborgar, Jean Claude Juncker, hefur miklar áhyggjur af framtíð Evrópusambandsins. Á ráðstefnu sem haldin verður dagana 16.-17. júní átti umræðuefnið upphaflega að snúast um efnahag sambandsins en þar sem Frakkar og Hollendingar höfnuðu stjórnarskrá sambandsins, sem ætti að taka gildi í júlí 2006, ekki alls fyrir löngu verða þau mál í brennidrepli. Öll sambandsríkin 25 þurfa að hafa samþykkt stjórnarskrána svo hún taki gildi en menn eru þó ekki bjartsýnir um að það náist fyrir júlí á næsta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×