Innlent

Landbúnaðarráðherra ekki vanhæfur

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra var ekki vanhæfur þegar hann skipaði í embætti rektors Landbúnaðarháskóla Íslands, að mati umboðsmanns Alþingis. Umsækjandi sem ekki fékk stöðuna kvartaði til umboðsmanns og taldi að ráðherra hafi verið vanhæfur vegna vinskapar við þann sem fékk stöðuna. Umboðsmaður taldi þau tengsl ekki vera þess eðlis að ráðherra væri vanhæfur. Hins vegar gerir umboðsmaður athugasemdir við málsmeðferð ráðherra sem ekki hafi samrýmst upplýsingalögum. Umboðsmaður Alþingis beinir þeim tilmælum til landbúnaðarráðherra að framvegis verði tekið mið af þeim athugasemdum sem gerðar voru varðandi upplýsingagjöf til umboðsmannsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×