Innlent

Ungir ökumenn hegða sér betur

Umferðarbrotum ungra ökumanna, á aldrinum sautján til tuttugu og fimm ára, hefur fækkað umtalsvert. Einar Magnús Magnússon, starfsmaður Umferðarstofu, segir það mikið ánægjuefni. "Við teljum bætta ökukennslu, þar sem æfingaraksturstíminn er mun lengri en hann var, og nýtt umferðarbrotakerfi hafa breytt miklu," segir Einar og vitnar þar til punktakerfisins sem tekið var upp fyrir nokkru. Að auki segir hann mikið forvarnarstarf í þessum aldurshópi hafa hjálpað mikið til.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×