Vilja þyngri dóma í mansalsmálum 3. júní 2005 00:01 Kristín Ástgeirsdóttir, sérfræðingur á rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands, segir nauðsynlegt að taka á öllum málum tengdum mansali, þar sem konur um allan heim eru oftar en ekki fórnarlömb, af ákveðni og hörku. "Ég benti á það þegar þessi mál fóru að koma í vaxandi mæli við sögu hér á landi að það væri nauðsynlegt gefa þau skilaboð til glæpamanna sem að mansali standa, að flutningsleið með fólk um Ísland sé vondur kostur". Kristín dregur í efa að þau fordæmi sem dómar í þessum málum hafi verið nógu sterk skilboð. "Ég gagnrýndi það á sínum tíma hvers vegna ekki væri tekið harðar á þessum málum, líkt og gert er í löndum í kringum okkur, en þá gáfu dómstólar tóninn með því að dæma mann fyrir brot sem tengdist mansali, í fimm mánaða fangelsi". Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra UNIFEM á Ísland, þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna fyrir konur, segir ekki þeirra að dæma um hvort refsingarnar séu nógu harðar en það sé alveg ljóst að Ísland verði að hafa skýra stefnu hvað þessi mál varðar. "Það verður að taka ákveðið á þessum málum hjá dómstólum, en það verður líka að huga að vandanum í víðara samhengi og taka þátt í því alþjóðlega starfi sem unnið er til þess að stemma stigum við þeim djúpstæða og umfangsmikla vanda sem mansalið er". Jónatan Þórmundsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, segir mikilvægt að tekið sé á þessum málum með svipuðum hætti og gert er í löndum í kringum okkur. "Það er óheppilegt að dæmt sé með öðrum hætti hér á Íslandi, heldur en til dæmis í nágrannlöndunum, því þá fara glæpamennirnir að leita eftir því að fara hér í gegn, þar sem hér eru vægari refsingar við þess háttar brotum. Þetta hefur gerst í fíkniefnamálunum annars staðar í heiminum, og það er ekki eftirsóknavert að skapa griðland fyrir þessa starfsemi hér á landi. Samræmi milli ríkja í þessum málum er því afar mikilvægt". Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Kristín Ástgeirsdóttir, sérfræðingur á rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands, segir nauðsynlegt að taka á öllum málum tengdum mansali, þar sem konur um allan heim eru oftar en ekki fórnarlömb, af ákveðni og hörku. "Ég benti á það þegar þessi mál fóru að koma í vaxandi mæli við sögu hér á landi að það væri nauðsynlegt gefa þau skilaboð til glæpamanna sem að mansali standa, að flutningsleið með fólk um Ísland sé vondur kostur". Kristín dregur í efa að þau fordæmi sem dómar í þessum málum hafi verið nógu sterk skilboð. "Ég gagnrýndi það á sínum tíma hvers vegna ekki væri tekið harðar á þessum málum, líkt og gert er í löndum í kringum okkur, en þá gáfu dómstólar tóninn með því að dæma mann fyrir brot sem tengdist mansali, í fimm mánaða fangelsi". Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra UNIFEM á Ísland, þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna fyrir konur, segir ekki þeirra að dæma um hvort refsingarnar séu nógu harðar en það sé alveg ljóst að Ísland verði að hafa skýra stefnu hvað þessi mál varðar. "Það verður að taka ákveðið á þessum málum hjá dómstólum, en það verður líka að huga að vandanum í víðara samhengi og taka þátt í því alþjóðlega starfi sem unnið er til þess að stemma stigum við þeim djúpstæða og umfangsmikla vanda sem mansalið er". Jónatan Þórmundsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, segir mikilvægt að tekið sé á þessum málum með svipuðum hætti og gert er í löndum í kringum okkur. "Það er óheppilegt að dæmt sé með öðrum hætti hér á Íslandi, heldur en til dæmis í nágrannlöndunum, því þá fara glæpamennirnir að leita eftir því að fara hér í gegn, þar sem hér eru vægari refsingar við þess háttar brotum. Þetta hefur gerst í fíkniefnamálunum annars staðar í heiminum, og það er ekki eftirsóknavert að skapa griðland fyrir þessa starfsemi hér á landi. Samræmi milli ríkja í þessum málum er því afar mikilvægt".
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira