Það er sálin sem býr húsið til 30. maí 2005 00:01 "Ég á dálítið erfitt með að velja uppáhaldshúsið mitt en held ég verði að nefna hús Bókabúðar Máls og menningar á Laugaveginum," svarar Ásthildur spurð um sitt uppáhaldshús. "Það skemmtilegasta sem ég geri er að fara í þessa búð og skoða bækur, það er eins og ég komi inn í annan heim þegar ég geng inn í húsið og það er alveg frábært. Ég hef komið í margar aðrar bókabúðir en þessi kveikir virkilega í mér. Kannski hefur það eitthvað með húsið að gera," segir Ásthildur og viðurkennir að húsið sjálft sé í raun ekki mjög spennandi, það sé lífið í húsinu sem geri það svo spennandi. "Þetta hús er alls ekki fallegt að utan en það er einhver sál inni í húsinu. Kannski er það vegna þess að sama búðin hefur verið þarna svo lengi. Meðan aðrar búðir leggja upp laupana stendur þessi eins og klettur og þess vegna er þetta hús í mínum huga eins konar akkeri á Laugaveginum." Ásthildur segir að í raun og veru muni hún varla hvernig húsið sjálft líti út. "Þetta er náttúrlega bara kassi og í sjálfu sér ekkert spennandi við arkitektúrinn eða útlit hússins. Það er líka athyglisvert að þegar maður labbar niður Laugaveginn, sér maður eiginlega ekki húsin heldur horfir maður bara á búðirnar. Maður ætti einstaka sinnum að horfa upp og skoða húsin því þau eru virkilega skemmtileg. Auðvitað eru nokkur ljót hús inn á milli en heildarmyndin er góð og stemmningin einstök." Ásthildur frumsýndi á dögunum heimildamynd sína "Rósku" á stuttmynda- og heimildamyndahátíðinni "Reykjavík Shorts & Docs". Myndin fjallar um listakonuna Rósku, örlög hennar og listalíf og segist Ásthildur reyna að draga upp nýja mynd af listakonunni þar sem líf hennar á Ítalíu spilar stóra rullu."Róska var margbrotinn listamaður sem kannski hefur ekki fengið verðskuldaða athygli. Hún var líka pólitískur aðgerðasinni sem við Íslendingar getum lært mikið af," segir Ásthildur. Hús og heimili Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Innviðaráðherra á von á barni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Sjá meira
"Ég á dálítið erfitt með að velja uppáhaldshúsið mitt en held ég verði að nefna hús Bókabúðar Máls og menningar á Laugaveginum," svarar Ásthildur spurð um sitt uppáhaldshús. "Það skemmtilegasta sem ég geri er að fara í þessa búð og skoða bækur, það er eins og ég komi inn í annan heim þegar ég geng inn í húsið og það er alveg frábært. Ég hef komið í margar aðrar bókabúðir en þessi kveikir virkilega í mér. Kannski hefur það eitthvað með húsið að gera," segir Ásthildur og viðurkennir að húsið sjálft sé í raun ekki mjög spennandi, það sé lífið í húsinu sem geri það svo spennandi. "Þetta hús er alls ekki fallegt að utan en það er einhver sál inni í húsinu. Kannski er það vegna þess að sama búðin hefur verið þarna svo lengi. Meðan aðrar búðir leggja upp laupana stendur þessi eins og klettur og þess vegna er þetta hús í mínum huga eins konar akkeri á Laugaveginum." Ásthildur segir að í raun og veru muni hún varla hvernig húsið sjálft líti út. "Þetta er náttúrlega bara kassi og í sjálfu sér ekkert spennandi við arkitektúrinn eða útlit hússins. Það er líka athyglisvert að þegar maður labbar niður Laugaveginn, sér maður eiginlega ekki húsin heldur horfir maður bara á búðirnar. Maður ætti einstaka sinnum að horfa upp og skoða húsin því þau eru virkilega skemmtileg. Auðvitað eru nokkur ljót hús inn á milli en heildarmyndin er góð og stemmningin einstök." Ásthildur frumsýndi á dögunum heimildamynd sína "Rósku" á stuttmynda- og heimildamyndahátíðinni "Reykjavík Shorts & Docs". Myndin fjallar um listakonuna Rósku, örlög hennar og listalíf og segist Ásthildur reyna að draga upp nýja mynd af listakonunni þar sem líf hennar á Ítalíu spilar stóra rullu."Róska var margbrotinn listamaður sem kannski hefur ekki fengið verðskuldaða athygli. Hún var líka pólitískur aðgerðasinni sem við Íslendingar getum lært mikið af," segir Ásthildur.
Hús og heimili Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Innviðaráðherra á von á barni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning