Endurskoða lög um kynferðisbrot 27. maí 2005 00:01 Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur falið Ragnheiði Bragadóttir lagaprófessor að semja drög að frumvarpi um breytingar á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Um er að ræða þau ákvæði sem eru um nauðgun og önnur brot gegn kynfrelsi fólks, kynferðisbrot gegn börnum og vændi. Gert er ráð fyrir því að frumvarpið verði tekið til umfjöllunar í ráðuneytinu í haust og lagt fram á Alþingi næsta vetur. Björn greindi frá þessu á fjölmennum morgunverðarfundi í gær sem haldinn var að frumkvæði aðgerðahóps gegn kynbundnu ofbeldi. Björn sagðist í samtali við Fréttablaðið telja að það skipti miklu máli að tekið verði mið af alþjóðlegri þróun, íslenskri lagahefð og þeim grunni sem almennu hegningarlögin hvíla á. "Ekki má rasa um ráð fram við breytingar á hegningarlögunum þótt þau verði að sjálfsögðu að svara kalli tímans," sagði Björn meðal annars. Drífa Snædal, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, sagðist fagna yfirlýsingu ráðherra. "Þetta hefur lengi verið baráttumál kvennahreyfingarinnar." Hún var jafnframt mjög ánægð með jákvæð viðbrögð frá fulltrúum annarra ráðuneyta en bætti því við að ekki væri nóg að setja lög, það yrði samhliða að huga að félagslegum úrræðum. Drífa kynnti á sama fundi áætlun aðgerðahóps gegn kynbundnu ofbeldi sem var samin eftir sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem efnt var til í vetur. Áætlunina má finna á vef Kvennaathvarfsins, www.kvennaathvarf.is. Þar er til að mynda lagt til að neyðarmóttaka verði styrkt, að fórnarlömbum verði gefinn kostur á fjárhagslegum stuðningi og að allt starfsfólk dómstóla, saksóknara og löggæslu verði frætt um kynbundið ofbeldi. Einnig kom fram í máli Björns á fundinum að hann hafi óskað eftir áliti frá refsiréttarnefnd um það hvort setja ætti sérrefsiákvæði um heimilisofbeldi í almenn hegningarlög. Björn kveðst eiga von á álitinu á næstu vikum. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur falið Ragnheiði Bragadóttir lagaprófessor að semja drög að frumvarpi um breytingar á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Um er að ræða þau ákvæði sem eru um nauðgun og önnur brot gegn kynfrelsi fólks, kynferðisbrot gegn börnum og vændi. Gert er ráð fyrir því að frumvarpið verði tekið til umfjöllunar í ráðuneytinu í haust og lagt fram á Alþingi næsta vetur. Björn greindi frá þessu á fjölmennum morgunverðarfundi í gær sem haldinn var að frumkvæði aðgerðahóps gegn kynbundnu ofbeldi. Björn sagðist í samtali við Fréttablaðið telja að það skipti miklu máli að tekið verði mið af alþjóðlegri þróun, íslenskri lagahefð og þeim grunni sem almennu hegningarlögin hvíla á. "Ekki má rasa um ráð fram við breytingar á hegningarlögunum þótt þau verði að sjálfsögðu að svara kalli tímans," sagði Björn meðal annars. Drífa Snædal, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, sagðist fagna yfirlýsingu ráðherra. "Þetta hefur lengi verið baráttumál kvennahreyfingarinnar." Hún var jafnframt mjög ánægð með jákvæð viðbrögð frá fulltrúum annarra ráðuneyta en bætti því við að ekki væri nóg að setja lög, það yrði samhliða að huga að félagslegum úrræðum. Drífa kynnti á sama fundi áætlun aðgerðahóps gegn kynbundnu ofbeldi sem var samin eftir sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem efnt var til í vetur. Áætlunina má finna á vef Kvennaathvarfsins, www.kvennaathvarf.is. Þar er til að mynda lagt til að neyðarmóttaka verði styrkt, að fórnarlömbum verði gefinn kostur á fjárhagslegum stuðningi og að allt starfsfólk dómstóla, saksóknara og löggæslu verði frætt um kynbundið ofbeldi. Einnig kom fram í máli Björns á fundinum að hann hafi óskað eftir áliti frá refsiréttarnefnd um það hvort setja ætti sérrefsiákvæði um heimilisofbeldi í almenn hegningarlög. Björn kveðst eiga von á álitinu á næstu vikum.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira