Segir Hermann Jónasson föður sinn 26. maí 2005 00:01 Í viðtali sem flutt verður í þættinum Allt&sumt á Talstöðinni kl. 17 í dag segir Lúðvík Gizurarson frá máli sem hann hefur höfðað til að fá úr því skorið hvort Hermann Jónasson, fyrrum forsætisráðherra, hafi verið faðir hans. Lúðvík fékk sem kunnugt er úr því skorið árið 2003 að Gizur Bergsteinsson, fyrrum hæstaréttardómari, sem lést um mitt ár 1997, hafi ekki verið faðir hans. Lúðvík segir í viðtalinu að hans rétta faðerni hafi aldrei verið leyndarmál innan fjölskyldu sinnar, né Hermanns sjálfs, ef marka má orð Lúðvíks. Hann segir Dagmar Lúðvíksdóttur, móður sína, og Hermann hafa átt í ástarsambandi meðan Dagmar starfaði sem ritari Hermanns á skrifstofu lögreglustjórans í Reykjavík. Hermann gengdi sem kunnugt er starfi lögreglustjóra í Reykjavík á árunum 1929 til 1934. Lúðvík er fæddur 1932. En Dagmar Lúðvíksdóttir og Vigdís Steingrímsdóttir, eiginkona Hermanns voru náfrænkur. Lúðvík segir ennfremur í viðtalinu að móðir hans hafi að sögn ákveðið að fara austur á Neskaupstað þegar hann uppgötvaði að ást hennar og lögreglustjórans þáverandi hafi borið ávöxt, en faðir Dagmarar var útgerðarmaður eystra. Hún hafi síðar gifst Gizuri Bergsteinssyni lögmanni og hið rétta faðerni Lúðvíks hafi alltaf verið ljóst. Lúðvík segir framboð Hermanns Jónassonar til Alþingis, um það leyti sem móðir hans gekk með hann, hafa verið ástæðu þess að hinu rétta faðerni var ekki flaggað; það hefði gert möguleika Hermanns á því að setjast á þing fyrir Strandamenn nokkru síðar að engu og hann því viljað halda því leyndu, enda giftur annarri konu. Aðspurður um hverju sæti að hann skuli nú, nærri þrjátíu árum eftir dauða Hermanns og nær tíu árum eftir dauða móður sinnar og stjúpa, ákveðið að höfða mál til staðfestingar faðernis síns, að Steingrímur Hermannsson, sonur Hermanns og fyrrum forsætisráðherra, hafi ásamt systur sinni Pálínu Hermannsdóttur, gert sig arflausan. Enginn vafi sé á réttu faðerni hans, hvorki í hans huga né Steingríms, sem þó afgreiðir kröfur meints bróður síns, og frænda, sem "kjaftasögur sem ekki sé byggjandi á." Gizur Bergsteinsson, stjúpi Lúðvíks, var hæstaréttardómari í nær fjörutíu ár, frá árinu 1935, þegar Hermann Jónasson skipaði hann sem dómara. Sú skipan mætti á þeim tíma harðri andstöðu enda Gizur ungur að árum. Lúðvík segir margt benda til þess að sú skipan tengist réttu faðerni sínu. Þó Hæstiréttur hafi úrskurðað að Lúðvík skuli ekki fá aðgang að hugsanlegum lífssýnum Hermanns, til að skera úr um kröfur sínar, er málinu þó ekki lokið því hann og lögmaður hans Dögg Pálsdóttir munu nú fara með mál hans fyrir héraðsdóm þar sem reynt verður að færa sönnur á samband Dagmarar, móður Lúðvíks, og Hermanns Jónassonar. Viðtal við Lúðvík verður flutt í heild sinni á Talstöðinni kl. 17 í dag. Allt og sumt Innlent Talstöðin Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Í viðtali sem flutt verður í þættinum Allt&sumt á Talstöðinni kl. 17 í dag segir Lúðvík Gizurarson frá máli sem hann hefur höfðað til að fá úr því skorið hvort Hermann Jónasson, fyrrum forsætisráðherra, hafi verið faðir hans. Lúðvík fékk sem kunnugt er úr því skorið árið 2003 að Gizur Bergsteinsson, fyrrum hæstaréttardómari, sem lést um mitt ár 1997, hafi ekki verið faðir hans. Lúðvík segir í viðtalinu að hans rétta faðerni hafi aldrei verið leyndarmál innan fjölskyldu sinnar, né Hermanns sjálfs, ef marka má orð Lúðvíks. Hann segir Dagmar Lúðvíksdóttur, móður sína, og Hermann hafa átt í ástarsambandi meðan Dagmar starfaði sem ritari Hermanns á skrifstofu lögreglustjórans í Reykjavík. Hermann gengdi sem kunnugt er starfi lögreglustjóra í Reykjavík á árunum 1929 til 1934. Lúðvík er fæddur 1932. En Dagmar Lúðvíksdóttir og Vigdís Steingrímsdóttir, eiginkona Hermanns voru náfrænkur. Lúðvík segir ennfremur í viðtalinu að móðir hans hafi að sögn ákveðið að fara austur á Neskaupstað þegar hann uppgötvaði að ást hennar og lögreglustjórans þáverandi hafi borið ávöxt, en faðir Dagmarar var útgerðarmaður eystra. Hún hafi síðar gifst Gizuri Bergsteinssyni lögmanni og hið rétta faðerni Lúðvíks hafi alltaf verið ljóst. Lúðvík segir framboð Hermanns Jónassonar til Alþingis, um það leyti sem móðir hans gekk með hann, hafa verið ástæðu þess að hinu rétta faðerni var ekki flaggað; það hefði gert möguleika Hermanns á því að setjast á þing fyrir Strandamenn nokkru síðar að engu og hann því viljað halda því leyndu, enda giftur annarri konu. Aðspurður um hverju sæti að hann skuli nú, nærri þrjátíu árum eftir dauða Hermanns og nær tíu árum eftir dauða móður sinnar og stjúpa, ákveðið að höfða mál til staðfestingar faðernis síns, að Steingrímur Hermannsson, sonur Hermanns og fyrrum forsætisráðherra, hafi ásamt systur sinni Pálínu Hermannsdóttur, gert sig arflausan. Enginn vafi sé á réttu faðerni hans, hvorki í hans huga né Steingríms, sem þó afgreiðir kröfur meints bróður síns, og frænda, sem "kjaftasögur sem ekki sé byggjandi á." Gizur Bergsteinsson, stjúpi Lúðvíks, var hæstaréttardómari í nær fjörutíu ár, frá árinu 1935, þegar Hermann Jónasson skipaði hann sem dómara. Sú skipan mætti á þeim tíma harðri andstöðu enda Gizur ungur að árum. Lúðvík segir margt benda til þess að sú skipan tengist réttu faðerni sínu. Þó Hæstiréttur hafi úrskurðað að Lúðvík skuli ekki fá aðgang að hugsanlegum lífssýnum Hermanns, til að skera úr um kröfur sínar, er málinu þó ekki lokið því hann og lögmaður hans Dögg Pálsdóttir munu nú fara með mál hans fyrir héraðsdóm þar sem reynt verður að færa sönnur á samband Dagmarar, móður Lúðvíks, og Hermanns Jónassonar. Viðtal við Lúðvík verður flutt í heild sinni á Talstöðinni kl. 17 í dag.
Allt og sumt Innlent Talstöðin Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira