Segja Alfreð hóta samstarfsslitum 26. maí 2005 00:01 Vinstri grænir segja Alfreð Þorsteinsson hóta að slíta meirihlutasamstarfinu í Reykjavík. Hótanir hans um að mynda meirihluta með sjálfstæðismönnum í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur til að selja rafmagn til stóriðju spilli viðræðum um framtíð Reykjavíkurlistans. Alfreð segir að hvað sem afstöðu sjálfstæðismanna og Vinstri grænna líði sé samt meirihluti fyrir málinu. Alfreð segist telja ólíklegt að sjálfstæðismenn leggist gegn málinu en í því felist engin hótun.. Hvað sem afstöðu sjálfstæðismanna líði sé meirihluti fyrir málinu í stjórn Orkuveitunnar þótt Vinstri grænir sitji hjá. Hann segist því ekki trúa því að óreyndu að mál sem þetta geti orðið banabiti samstarfsins innan Reykjavíkurlistans. Alfreð segir að engin formleg stefnubreyting hafi orðið hjá Reykjavíkurlistanum sem sé sammála um sölu raforku til stóriðju eins og hafi verið gert frá 1996. Þvert á móti hafi málið verið rætt á fundi borgarfulltrúa í gær þar sem fulltrúi VG var viðstaddur. „Enginn ágreiningur er um það að Orkuveita Reykjavíkur eigi að selja orku til stóriðju,“ segir Alfreð En er þetta mál svo stórt og mikilvægt í augum Vinstri grænna að þeir séu reiðubúnir að slíta samstarfinu ef það fær brautargengi? Tryggvi Friðjónsson, fulltrúi VG í stjórn Orkuveitunnar, vill ekki svara því en segir málið nokkuð alvarlegt. Hann vísar að öðru leyti í tilkynningu VG í Reykjavík þar sem lýst sé yfir að yfirlýsing Alfreðs sé óheppileg. Alfreð segir að orkuöflun fyrir stóriðju sé mikilvæg fyrir Reykvíkinga, enda gríðarlega atvinnuskapandi. Það sé hins vegar spurning um hvort Orkuveitan eigi að hafa frumkvæði að stóriðju; meðal annars vegna þess hafi verið fallið frá því að undirrita samkomulagið í Helguvík. Hann segir ekki hægt að setja skilyrði um að hætta að selja raforku til stóriðju, enda eigi Orkuveitan með vitund og vilja stjórnarinnar í viðræðum við fjölmarga um slíkt. Menn hlaupi ekki frá slíku eins og hendi sé veifað. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Vinstri grænir segja Alfreð Þorsteinsson hóta að slíta meirihlutasamstarfinu í Reykjavík. Hótanir hans um að mynda meirihluta með sjálfstæðismönnum í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur til að selja rafmagn til stóriðju spilli viðræðum um framtíð Reykjavíkurlistans. Alfreð segir að hvað sem afstöðu sjálfstæðismanna og Vinstri grænna líði sé samt meirihluti fyrir málinu. Alfreð segist telja ólíklegt að sjálfstæðismenn leggist gegn málinu en í því felist engin hótun.. Hvað sem afstöðu sjálfstæðismanna líði sé meirihluti fyrir málinu í stjórn Orkuveitunnar þótt Vinstri grænir sitji hjá. Hann segist því ekki trúa því að óreyndu að mál sem þetta geti orðið banabiti samstarfsins innan Reykjavíkurlistans. Alfreð segir að engin formleg stefnubreyting hafi orðið hjá Reykjavíkurlistanum sem sé sammála um sölu raforku til stóriðju eins og hafi verið gert frá 1996. Þvert á móti hafi málið verið rætt á fundi borgarfulltrúa í gær þar sem fulltrúi VG var viðstaddur. „Enginn ágreiningur er um það að Orkuveita Reykjavíkur eigi að selja orku til stóriðju,“ segir Alfreð En er þetta mál svo stórt og mikilvægt í augum Vinstri grænna að þeir séu reiðubúnir að slíta samstarfinu ef það fær brautargengi? Tryggvi Friðjónsson, fulltrúi VG í stjórn Orkuveitunnar, vill ekki svara því en segir málið nokkuð alvarlegt. Hann vísar að öðru leyti í tilkynningu VG í Reykjavík þar sem lýst sé yfir að yfirlýsing Alfreðs sé óheppileg. Alfreð segir að orkuöflun fyrir stóriðju sé mikilvæg fyrir Reykvíkinga, enda gríðarlega atvinnuskapandi. Það sé hins vegar spurning um hvort Orkuveitan eigi að hafa frumkvæði að stóriðju; meðal annars vegna þess hafi verið fallið frá því að undirrita samkomulagið í Helguvík. Hann segir ekki hægt að setja skilyrði um að hætta að selja raforku til stóriðju, enda eigi Orkuveitan með vitund og vilja stjórnarinnar í viðræðum við fjölmarga um slíkt. Menn hlaupi ekki frá slíku eins og hendi sé veifað.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira