Tvö glæsimörk frá Dóru Maríu 25. maí 2005 00:01 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu byrjaði vel undir stjórn Jörundar Áka Sveinsssonar en liðið vann 2-0 sigur á Skotum í vináttulandsleik þjóðannna í Perth í gær. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en íslenska liðið var mun sterkara í þeim síðari og var sigurinn fyllilega verðskuldaður. Það var Dóra María Lárusdóttir sem skoraði bæði mörk íslenska liðsins í seinni hálfleik, það fyrra með skoti utan af kanti á 68. mínútu og það seinna með laglegu skoti upp í samkeytin frá vítateig níu mínútum síðar. "Við byrjuðum leikinn kannski ekki nægilega vel og það voru hnökrar á leik okkar í upphafi. Við unnum okkur hinsvegar inn í hann og þetta var betra og betra eftir því sem á leið leikinn. Ég fór líka vel yfir stöðuna í hálfleik með stelpunum og þær komu mjög beittar inn í seinni hálfleikinn. Þá skoruðu við tvö glæsileg mörk og vörðumst einnig mjög vel. Það tóku allar þátt í leiknum og það voru allar stelpurnar að spila vel. Miðað við það að við æfðum eina æfingu í gær og hálfa í morgun, það að Skotarnir séu búnir að vera saman í hálfan mánuð og spiluðu í síðustu viku við Finna þá tel ég það vera mjög gott hjá mínu liði að koma hingað og fara með sigur," sagði Jörundur Áki sem stjórnaði íslenska liðinu í fyrsta sinn síðan 2003. Ásthildur Helgadóttir lék á ný með landsliðinu, lék sinn 58. landsleik og bætti við leikjametið sitt en hún lék hún í framlínunni. "Ásthildi gekk ágætlega í nýrri stöðu. Völlurinn var mjög blautur og það rigndi stanslaust á meðan á leiknum stóð og við ákváðum að skipta henni útaf í stöðunni 2-0. Það var sálfræðilega mjög sterkt fyrir hana að koma heil út úr þessum fyrsta leik og hún stóð sig mjög vel líkt og allt liðið," sagði Jörundur Áki en hvað gefur þessi sigur liðinu? "Það voru engin stig í boði en þessi sigur gefur okkur hinsvegar sjálfstraust fyrir næstu verkefni. Við lærum af þessum leik og reynum að laga það sem miður fór fyrir leikina í undankeppninni í haust," sagði Jörundur að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Feðgarnir slógust eftir leik Sport „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslendingar hita upp í Katowice Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu byrjaði vel undir stjórn Jörundar Áka Sveinsssonar en liðið vann 2-0 sigur á Skotum í vináttulandsleik þjóðannna í Perth í gær. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en íslenska liðið var mun sterkara í þeim síðari og var sigurinn fyllilega verðskuldaður. Það var Dóra María Lárusdóttir sem skoraði bæði mörk íslenska liðsins í seinni hálfleik, það fyrra með skoti utan af kanti á 68. mínútu og það seinna með laglegu skoti upp í samkeytin frá vítateig níu mínútum síðar. "Við byrjuðum leikinn kannski ekki nægilega vel og það voru hnökrar á leik okkar í upphafi. Við unnum okkur hinsvegar inn í hann og þetta var betra og betra eftir því sem á leið leikinn. Ég fór líka vel yfir stöðuna í hálfleik með stelpunum og þær komu mjög beittar inn í seinni hálfleikinn. Þá skoruðu við tvö glæsileg mörk og vörðumst einnig mjög vel. Það tóku allar þátt í leiknum og það voru allar stelpurnar að spila vel. Miðað við það að við æfðum eina æfingu í gær og hálfa í morgun, það að Skotarnir séu búnir að vera saman í hálfan mánuð og spiluðu í síðustu viku við Finna þá tel ég það vera mjög gott hjá mínu liði að koma hingað og fara með sigur," sagði Jörundur Áki sem stjórnaði íslenska liðinu í fyrsta sinn síðan 2003. Ásthildur Helgadóttir lék á ný með landsliðinu, lék sinn 58. landsleik og bætti við leikjametið sitt en hún lék hún í framlínunni. "Ásthildi gekk ágætlega í nýrri stöðu. Völlurinn var mjög blautur og það rigndi stanslaust á meðan á leiknum stóð og við ákváðum að skipta henni útaf í stöðunni 2-0. Það var sálfræðilega mjög sterkt fyrir hana að koma heil út úr þessum fyrsta leik og hún stóð sig mjög vel líkt og allt liðið," sagði Jörundur Áki en hvað gefur þessi sigur liðinu? "Það voru engin stig í boði en þessi sigur gefur okkur hinsvegar sjálfstraust fyrir næstu verkefni. Við lærum af þessum leik og reynum að laga það sem miður fór fyrir leikina í undankeppninni í haust," sagði Jörundur að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Feðgarnir slógust eftir leik Sport „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslendingar hita upp í Katowice Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki