Fuglaflensuveiran er hér 25. maí 2005 00:01 "Við munum væntanlega finna fuglaflensuveiruna hér, ef farið verður í rannsóknir á vatnafuglum," segir Haraldur Briem sóttvarnarlæknir hjá Landlæknisembættinu. Hann segir að veiran sé án vafa til staðar í villtum fuglum hér og hafi verið. Yfirdýralæknisembættið hefur sótt um fjárveitingu upp á eina og hálfa milljón króna til að láta fara fram svokallaða skimun á alifuglum og vatnafuglum hér á landi. Þetta er ein af fjölmörgum varúðarráðstöfunum sem uppi eru hér á landi til varnar fuglaflensunni illræmdu sem er í gangi í suðaustur Asíu. Landbúnaðarráðuneytið framlengdi í fyrradag bann við innflutningi til landsins á lifandi fuglum, frjóeggjum og hráum afurðum alifugla frá þeim löndum þar sem fuglaflensan hefur verið í gangi. Haraldur segir, að þótt inflúensuveiran finnist í farfuglum hér á landi við leit þýði það síður en svo að hér skapist hætta á að faraldur verði til og breiðist út. Til þess þurfi ákveðin skilyrði sem séu alls ekki til staðar. "Þessi veira hefur fundist víða í fuglum sem eru ákjósanlegir hýslar fyrir hana, svo sem á norðurslóð jarðar og í Bandaríkjunum," segir hann. "Hún er hluti af þarmaflóru fuglanna og liður í þeirri hringrás sem fram fer í fuglaríkinu. Hún er í miklu magni í saur þeirra, einkum þegar þeir halda á suðurslóðir að hausti. Þar losa þeir sig að mestu við veiruna, en hún fer þó ekki alveg. Þegar þeir koma aftur að vori fer magnið aftur að aukast og svona gengur þetta í hringi eftir árstíðum." Haraldur bendir á að aðstæður veirunnar til að þróast séu allt aðrar í SA - Asíu heldur en hér. Þar séu alifuglar í miklu nábýli við manninn. Þeir séu gjarnan í þröngum bakgörðum og við slíkar aðstæður geti skapast skilyrði til að veiran fari að breyta sér, skepnur farið að drepast af völdum hennar og jafnvel síðar fari hún að smitast á milli manna. Fuglaflensan sé nýtt vandamál í þessum löndum. Hér séu villtir fuglar fjarri mönnum og alifuglar séu í lokuðum búum. Ef einhverrar skæðrar pestar yrði vart hér sé hægt að farga alifuglum fljótt og skipulega og þar með sé það úr sögunni. Miklu erfiðara sé um vik með slíkan niðurskurð í Asíulöndunum. Aðstæður séu því alls ekki sambærilegar. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
"Við munum væntanlega finna fuglaflensuveiruna hér, ef farið verður í rannsóknir á vatnafuglum," segir Haraldur Briem sóttvarnarlæknir hjá Landlæknisembættinu. Hann segir að veiran sé án vafa til staðar í villtum fuglum hér og hafi verið. Yfirdýralæknisembættið hefur sótt um fjárveitingu upp á eina og hálfa milljón króna til að láta fara fram svokallaða skimun á alifuglum og vatnafuglum hér á landi. Þetta er ein af fjölmörgum varúðarráðstöfunum sem uppi eru hér á landi til varnar fuglaflensunni illræmdu sem er í gangi í suðaustur Asíu. Landbúnaðarráðuneytið framlengdi í fyrradag bann við innflutningi til landsins á lifandi fuglum, frjóeggjum og hráum afurðum alifugla frá þeim löndum þar sem fuglaflensan hefur verið í gangi. Haraldur segir, að þótt inflúensuveiran finnist í farfuglum hér á landi við leit þýði það síður en svo að hér skapist hætta á að faraldur verði til og breiðist út. Til þess þurfi ákveðin skilyrði sem séu alls ekki til staðar. "Þessi veira hefur fundist víða í fuglum sem eru ákjósanlegir hýslar fyrir hana, svo sem á norðurslóð jarðar og í Bandaríkjunum," segir hann. "Hún er hluti af þarmaflóru fuglanna og liður í þeirri hringrás sem fram fer í fuglaríkinu. Hún er í miklu magni í saur þeirra, einkum þegar þeir halda á suðurslóðir að hausti. Þar losa þeir sig að mestu við veiruna, en hún fer þó ekki alveg. Þegar þeir koma aftur að vori fer magnið aftur að aukast og svona gengur þetta í hringi eftir árstíðum." Haraldur bendir á að aðstæður veirunnar til að þróast séu allt aðrar í SA - Asíu heldur en hér. Þar séu alifuglar í miklu nábýli við manninn. Þeir séu gjarnan í þröngum bakgörðum og við slíkar aðstæður geti skapast skilyrði til að veiran fari að breyta sér, skepnur farið að drepast af völdum hennar og jafnvel síðar fari hún að smitast á milli manna. Fuglaflensan sé nýtt vandamál í þessum löndum. Hér séu villtir fuglar fjarri mönnum og alifuglar séu í lokuðum búum. Ef einhverrar skæðrar pestar yrði vart hér sé hægt að farga alifuglum fljótt og skipulega og þar með sé það úr sögunni. Miklu erfiðara sé um vik með slíkan niðurskurð í Asíulöndunum. Aðstæður séu því alls ekki sambærilegar.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira