Innlent

VG harmar hótanir Alfreðs

Stjórn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs harmar hótanir Alfreðs G. Þorsteinssonar um að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur til að geta selt rafmagn til stóriðju. Í ályktun sem Vinstri grænir sendu frá sér í morgun segir að flokkurinn telji að í þessum hótunum felist jafnframt hótun um að slíta meirihlutasamstarfinu í Reykjavík. Minnt er á að nú standi yfir viðræður um áframhald R-listasamstarfs í Reykjavík á næsta kjörtímabili. Ummæli annars af tveimur borgarfulltrúum Framsóknarflokksins séu ekki til annars fallin en að spilla þessum viðræðum og setja framtíð R-listans í uppnám.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×