Tónlist og teygjur fara vel saman 24. maí 2005 00:01 Margir sjá fyrir sér að það að spila á hljóðfæri sé ekkert sérstaklega erfið vinna líkamlega en þær Herdís Anna Jónsdóttir og Rósa Guðmundsdóttir, hljóðfæraleikarar við Sinfóníuhljómsveit Íslands, vilja aldeilis ekki meina það. "Atvinnuhljóðfæraleikari þarf að vera í sama formi og ólympíufari. Það sagði sjúkraþjálfarinn okkar að minnsta kosti," segir Herdís ákveðin. "Við þurfum að þekkja hverja taug og hvert vöðvaknippi til að geta sinnt okkar starfi sem skyldi og geta haldið hljóðfærinu tímunum saman í sömu stellingu." Og því er það að í kaffitímanum á virkum morgnum klukkan ellefu breytist stóri salurinn í Háskólabíó í smástund úr hljómsveitaræfingasvæði í jógastöð, með teygjum og öndunaræfingum undir stjórn þeirra Rósu og Herdísar. "Hugsaðu þér ef áttatíu blaðamenn og aðrir sem vinna við tölvu þyrftu að vélrita nákvæmlega í takt, á sama hraða og vera búin á nákvæmlega sama tíma, og fylgjast með stjórnanda allan tímann að auki. Hljóðfæraleikari í hljómsveit getur ekki stoppað og velt fyrir sér hvernig er best að gera eitthvað, eða ákveðið að standa aðeins á fætur og teygja úr sér eða fara á klósettið. Þetta veldur heilmikilli streitu og spennu hjá hljóðfæraleikurum." Þær stöllur efast ekki um að teygjurnar hafi bætt hljóminn í hljómsveitinni. "Því betur sem þú nærð að slaka, því betur nær hljóðfærið þitt að hljóma," segir Rósa. "Svo er þetta líka gott fyrir starfsandann í hljómsveitinni." Þær segja gestastjórnendur mjög hrifna af teygjuframtakinu. "Ashkenazy fannst þetta alveg frábært og teygði með af mikilli einbeitingu. Við höfum ekki hitt neinn stjórnanda sem hefur kynnst hópteygjum annars staðar, svo þetta virðist vera einstakt framtak hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands," segir Herdís. "Við ættum að fara í teygjutrúboð." En hverjir skyldu vera duglegastir að teygja? "Fólk er misduglegt en það fer ekkert eftir hljóðfærunum. Ef það er ekki teygt, sem stundum vill vera, þá taka blásararnir það hins vegar helst nærri sér og koma og skamma okkur." Kaffihléinu er lokið og nýteygðir hljóðfæraleikarar taka til starfa að nýju. Blaðamaður laumast til að gera teygjur frammi á gangi við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Heilsa Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Margir sjá fyrir sér að það að spila á hljóðfæri sé ekkert sérstaklega erfið vinna líkamlega en þær Herdís Anna Jónsdóttir og Rósa Guðmundsdóttir, hljóðfæraleikarar við Sinfóníuhljómsveit Íslands, vilja aldeilis ekki meina það. "Atvinnuhljóðfæraleikari þarf að vera í sama formi og ólympíufari. Það sagði sjúkraþjálfarinn okkar að minnsta kosti," segir Herdís ákveðin. "Við þurfum að þekkja hverja taug og hvert vöðvaknippi til að geta sinnt okkar starfi sem skyldi og geta haldið hljóðfærinu tímunum saman í sömu stellingu." Og því er það að í kaffitímanum á virkum morgnum klukkan ellefu breytist stóri salurinn í Háskólabíó í smástund úr hljómsveitaræfingasvæði í jógastöð, með teygjum og öndunaræfingum undir stjórn þeirra Rósu og Herdísar. "Hugsaðu þér ef áttatíu blaðamenn og aðrir sem vinna við tölvu þyrftu að vélrita nákvæmlega í takt, á sama hraða og vera búin á nákvæmlega sama tíma, og fylgjast með stjórnanda allan tímann að auki. Hljóðfæraleikari í hljómsveit getur ekki stoppað og velt fyrir sér hvernig er best að gera eitthvað, eða ákveðið að standa aðeins á fætur og teygja úr sér eða fara á klósettið. Þetta veldur heilmikilli streitu og spennu hjá hljóðfæraleikurum." Þær stöllur efast ekki um að teygjurnar hafi bætt hljóminn í hljómsveitinni. "Því betur sem þú nærð að slaka, því betur nær hljóðfærið þitt að hljóma," segir Rósa. "Svo er þetta líka gott fyrir starfsandann í hljómsveitinni." Þær segja gestastjórnendur mjög hrifna af teygjuframtakinu. "Ashkenazy fannst þetta alveg frábært og teygði með af mikilli einbeitingu. Við höfum ekki hitt neinn stjórnanda sem hefur kynnst hópteygjum annars staðar, svo þetta virðist vera einstakt framtak hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands," segir Herdís. "Við ættum að fara í teygjutrúboð." En hverjir skyldu vera duglegastir að teygja? "Fólk er misduglegt en það fer ekkert eftir hljóðfærunum. Ef það er ekki teygt, sem stundum vill vera, þá taka blásararnir það hins vegar helst nærri sér og koma og skamma okkur." Kaffihléinu er lokið og nýteygðir hljóðfæraleikarar taka til starfa að nýju. Blaðamaður laumast til að gera teygjur frammi á gangi við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Heilsa Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira