28 landsliðskonur á ferðinni 20. maí 2005 00:01 Það verður nóg að gera hjá íslensku kvennalandsliðunum í handbolta um helgina en tvö landslið spila þá fimm landsleiki, A-liðið mætir Hollendingum í þremur leikjum og 20 ára liðið fer til Færeyja og spilar tvo leiki við heimamenn. Allir leikirnir koma til með að telja sem A-landsleikir. Þar sem þessi tvö verkefni rekast á hefur Stefán Arnarson, landsliðþjálfari kvenna í handknattleik, valið 28 leikmenn til þess að taka þátt í þessum fimm leikjum og af þessum 28 stelpum eru tólf nýliðar að takast á við sitt fyrsta A-landsliðsverkefni. Spilað verður á móti Færeyjum dagana 21. maí og 22. maí í Færeyjum og hefur Stefán fengið Alfreð Örn Finnsson, þjálfara ÍBV, til þess að stýra þeim hópi, ásamt Óskari Bjarna Óskarsyni, þjálfara Vals, en í því liði eru yngri leikmenn í aðalhlutverkum. A-landsliðið mun síðan mæta Hollandi í Ásgarði í Garðabæ í þremur leikjum dagana 22., 23. og 24. maí en frítt verður inn á alla leikina. Undanfarið ár hefur verið unnið markvisst starf með kvennalandsliðin og samkvæmt nýútgefnum lista EHF er Ísland komið í 18. sæti úr 34. á síðustu þremur árum og því verður gaman að sjá hvernig liðunum gengur um helgina. Eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá HSÍ þá hefur hollenska landsliðið á að skipa mjög sterkum og leikreyndum leikmönnum, en þær spila flestar í toppliðum í Danmörku og Þýskalandi. Það er valinn leikmaður í hverri stöðu hjá hollenska liðinu og allir leikmenn liðsins eru hálaunaðir atvinnumenn í íþróttinni. Síðast þegar liðin mættust var spilað í Hollandi í október sl. og þar sigraði Holland í jöfnum leik með tveggja marka mun. Íslenski handboltinn Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir KA fær lykilmann úr Eyjum „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sjá meira
Það verður nóg að gera hjá íslensku kvennalandsliðunum í handbolta um helgina en tvö landslið spila þá fimm landsleiki, A-liðið mætir Hollendingum í þremur leikjum og 20 ára liðið fer til Færeyja og spilar tvo leiki við heimamenn. Allir leikirnir koma til með að telja sem A-landsleikir. Þar sem þessi tvö verkefni rekast á hefur Stefán Arnarson, landsliðþjálfari kvenna í handknattleik, valið 28 leikmenn til þess að taka þátt í þessum fimm leikjum og af þessum 28 stelpum eru tólf nýliðar að takast á við sitt fyrsta A-landsliðsverkefni. Spilað verður á móti Færeyjum dagana 21. maí og 22. maí í Færeyjum og hefur Stefán fengið Alfreð Örn Finnsson, þjálfara ÍBV, til þess að stýra þeim hópi, ásamt Óskari Bjarna Óskarsyni, þjálfara Vals, en í því liði eru yngri leikmenn í aðalhlutverkum. A-landsliðið mun síðan mæta Hollandi í Ásgarði í Garðabæ í þremur leikjum dagana 22., 23. og 24. maí en frítt verður inn á alla leikina. Undanfarið ár hefur verið unnið markvisst starf með kvennalandsliðin og samkvæmt nýútgefnum lista EHF er Ísland komið í 18. sæti úr 34. á síðustu þremur árum og því verður gaman að sjá hvernig liðunum gengur um helgina. Eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá HSÍ þá hefur hollenska landsliðið á að skipa mjög sterkum og leikreyndum leikmönnum, en þær spila flestar í toppliðum í Danmörku og Þýskalandi. Það er valinn leikmaður í hverri stöðu hjá hollenska liðinu og allir leikmenn liðsins eru hálaunaðir atvinnumenn í íþróttinni. Síðast þegar liðin mættust var spilað í Hollandi í október sl. og þar sigraði Holland í jöfnum leik með tveggja marka mun.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir KA fær lykilmann úr Eyjum „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sjá meira