Klífur Esjuna þrisvar í viku 18. maí 2005 00:01 "Ég held mér í formi með því að skokka reglulega. Reyni að gera það svona annan hvern dag og hlaupa upp undir 20 kílómetra á viku," segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, aðspurður. Hann býr uppi í Grafarvogi og segir þar mjög góðar hlaupabrautir langt frá umferðaræðum. Þær tengjast gönguleiðum sem liggja meðfram sjónum upp í Mosfellsbæ og þaðan upp í Mosfellsdalinn. Þangað hleypur hann oft. Svo gengur hann reglulega á fjöll og nær því stundum að fara þrisvar á einni viku á Esjuna þegar hann er að búa sig undir lengri bakpokaferðir. Hann er yfirleitt einn á skokkinu og í skemmri fjallgöngum. "Mér finnst þvingandi að hlaupa í hópi en í lengri göngurnar fer ég undantekningarlaust í félagsskap annarra," lýsir hann. Guðmundur kveðst reyna að hafa fjölbreytni í sinni hreyfingu. "Ég tek sundrispur og syndi þá um einn kílómetra í senn í stað þess að hlaupa. Stundum tek ég fram fjallahjólið og ef snjór er fer ég gjarnan á gönguskíði í staðinn fyrir skokkið eða sundið. Ég reyni að hreyfa mig hressilega annan hvern dag. Það er svona grunntónninn í þessu," segir Guðmundur, sem kveðst hafa haldið þessum lífsstíl frá því hann varð fertugur. "Í fyrstu stundaði ég æfingar í líkamsræktarstöð í tíu ár en breytti síðan til og fór að hreyfa sig meira úti. Nú finnst mér það lífsspursmál. Ég vinn þannig vinnu að ég verð ekki líkamlega þreyttur heldur andlega og það er ekki til neitt betra við þunglyndi og annarri andlegri vanlíðan en að fara út og taka verulega á. Koma pumpunni í gang, blása almennilega og svitna í gegn," segir hann sannfærandi og bætir við: "Þegar maður kemur heim örþreyttur líkamlega er öll andlega þreytan horfin." Heilsa Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Ég held mér í formi með því að skokka reglulega. Reyni að gera það svona annan hvern dag og hlaupa upp undir 20 kílómetra á viku," segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, aðspurður. Hann býr uppi í Grafarvogi og segir þar mjög góðar hlaupabrautir langt frá umferðaræðum. Þær tengjast gönguleiðum sem liggja meðfram sjónum upp í Mosfellsbæ og þaðan upp í Mosfellsdalinn. Þangað hleypur hann oft. Svo gengur hann reglulega á fjöll og nær því stundum að fara þrisvar á einni viku á Esjuna þegar hann er að búa sig undir lengri bakpokaferðir. Hann er yfirleitt einn á skokkinu og í skemmri fjallgöngum. "Mér finnst þvingandi að hlaupa í hópi en í lengri göngurnar fer ég undantekningarlaust í félagsskap annarra," lýsir hann. Guðmundur kveðst reyna að hafa fjölbreytni í sinni hreyfingu. "Ég tek sundrispur og syndi þá um einn kílómetra í senn í stað þess að hlaupa. Stundum tek ég fram fjallahjólið og ef snjór er fer ég gjarnan á gönguskíði í staðinn fyrir skokkið eða sundið. Ég reyni að hreyfa mig hressilega annan hvern dag. Það er svona grunntónninn í þessu," segir Guðmundur, sem kveðst hafa haldið þessum lífsstíl frá því hann varð fertugur. "Í fyrstu stundaði ég æfingar í líkamsræktarstöð í tíu ár en breytti síðan til og fór að hreyfa sig meira úti. Nú finnst mér það lífsspursmál. Ég vinn þannig vinnu að ég verð ekki líkamlega þreyttur heldur andlega og það er ekki til neitt betra við þunglyndi og annarri andlegri vanlíðan en að fara út og taka verulega á. Koma pumpunni í gang, blása almennilega og svitna í gegn," segir hann sannfærandi og bætir við: "Þegar maður kemur heim örþreyttur líkamlega er öll andlega þreytan horfin."
Heilsa Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira