Innlent

Selma heillar alla

Það er alveg ljóst að Selma Björnsdóttir átti daginn í blaðamannaherberginu í Kænugarði þar sem hún fór hreinlega á kostum. Þar tók hún lagið auk þess sem geislandi framkoma hennar bræddi alla viðstadda. Hún tók þrjú lög þar á meðal söng hún All out of luck, þar sem hún tók viðlagið á þýsku og þá söng hún gamalt króatískt eurovisionlag. Æfingin gekk vonum framar og virtist hljóðnemabreytingin ekki nein áhrif hafa á Selmu. Það er á blaðamönnum í Kiev að heyra að þeir eru mjög ánægðir með framlag hennar og sumir spá því að hún sigri, en það eru þó fleiri um hituna. Það er þó ljóst að Selma mun standa sig vel á sviðinu og er atriði íslensku stúlknana ákaflega líflegt og hressandi og mun örugglega vekja sjónvarpsáhangendur um allan heim ef þeir dotta fyrir framan sjónvarpstæki, en það eru fremur róleg lög bæði á undan og á eftir. Það verður ekkert æft fyrir en á miðvikudag og verður því tekið rólega fram að því, þar sem Jónatan Garðarson fararstjóri íslenska hópsins leggur mikla áherslu á að keppendur noti frídaga til hvíldar. Það kæmi þó ekki óvart þó Selma noti þessa daga til smá lagfæringa á óformlegum æfingum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×