Eurovision 2005 - Dagur 3 - Rólegur dagur Pjetur Sigurðsson skrifar 13. október 2005 19:12 Nú er sólin farin að skína í Kænugarði. Það var ekki stór dagskráin hjá íslensku keppendunum í dag, en í gærkvöldi kíkti hópurinn í opinberan Euroklúbb og skemmti sér konunglega. Það var engin dagskrá í dag, en ég veit þó til þess að Selma vann hörðum höndum við að lagfæra ákveðna hluti sem ekki þóttu nógu vel fara í gær. Eitthvað var hljóðið að stríða henni, en hún var með hljóðnema sem var hengdur á höfuð henni þannig að hendur voru frjálsar, en hljóðið í honum var ekki nægilega gott. Það stendur því til að reyna að breyta því á þann hátt að hún haldi á hefðbundnum hljóðnema sem setur talsvert strik í reikninginn, enda dansatriðið tápmikið þar sem hendur eru mikið notaðar. Gaman að sjá á æfingu á morgun hvernig þetta tekst. Ég eyddi mestum hluta dagsins í að skoða mig um í miðbænum, sem er afar skemmtilegur og fallegur. Það var ýmislegt í borgarlífinu sem vakti athygli mina. Í fyrsta lagi voru það menn með hin ýmsu lifandi dýr föst við sig og buðu fólki að láta taka myndir af sér með þeim. Í annan stað rakst ég á þó nokkra lifandi símaklefa. Það eru menn með farsíma fasta við sig með bandi og bjóða vegfarendum að hringja gegn vægu gjaldi og voru allmargir sem nýttu sér þessa þjónustu. Vegna tungumálaörðugleika komst ég ekki að því hvað herlegheitin kostuðu. Í þriðja lagi eru það neðanjarðarverslunarkjarnar, sem tengjast neðanjarðarlestarkerfinu og eru nokkurra kílómetra langir og nokkuð mjóir og minna helst á katakombur eða eitthvað slíkt. Þarna er að finna allt milli himsins og jarðar, allt frá bílum, niður í snyrtivörur. Ekki veit ég af hverju þetta er neðanjarðar, en það gæti verið vegna plássleysis í miðborginni, eða hreinlega vegna þess að á veturna eru hér miklir kuldar. Hvað um það en þarna fékk orðið neðanjarðarhagkerfi, sem stundum er nefnt við austantjaldslöndin gömlu, glænýja merkingu í mínum huga. Það fjórða þori ég vart að nefna, en það eru drykkjuvenjur hér í borg. Þegar ég kem út úr íbúðinni minni á milli 8-9 á morgnana (5-6 að íslenskum tíma), er mjög algengt að mæta fólki með bjórflöskur í hendi, á virkum dögum og það snemma á morgnana. Svona gengur þetta allan daginn, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Mér þykir bjór góður og er ekki tepra í þessum málum, en þetta er í harðari kantinum. Dagur þrjú að kveldi kominn og rétt að fara að finna sér einhvern stað að borða á. Það getur þó stundum verið svolítið erfitt því það er enga ensku að sjá á skiltum eða matseðlum og þá meina ég hvergi. Svo ekki sé talað um enska tungu, hún er ekki hér. En hvað um þetta er gott í dag frá Kiev Kveð með virktum Pjetur Sigurðsson Eurovision Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Sjá meira
Nú er sólin farin að skína í Kænugarði. Það var ekki stór dagskráin hjá íslensku keppendunum í dag, en í gærkvöldi kíkti hópurinn í opinberan Euroklúbb og skemmti sér konunglega. Það var engin dagskrá í dag, en ég veit þó til þess að Selma vann hörðum höndum við að lagfæra ákveðna hluti sem ekki þóttu nógu vel fara í gær. Eitthvað var hljóðið að stríða henni, en hún var með hljóðnema sem var hengdur á höfuð henni þannig að hendur voru frjálsar, en hljóðið í honum var ekki nægilega gott. Það stendur því til að reyna að breyta því á þann hátt að hún haldi á hefðbundnum hljóðnema sem setur talsvert strik í reikninginn, enda dansatriðið tápmikið þar sem hendur eru mikið notaðar. Gaman að sjá á æfingu á morgun hvernig þetta tekst. Ég eyddi mestum hluta dagsins í að skoða mig um í miðbænum, sem er afar skemmtilegur og fallegur. Það var ýmislegt í borgarlífinu sem vakti athygli mina. Í fyrsta lagi voru það menn með hin ýmsu lifandi dýr föst við sig og buðu fólki að láta taka myndir af sér með þeim. Í annan stað rakst ég á þó nokkra lifandi símaklefa. Það eru menn með farsíma fasta við sig með bandi og bjóða vegfarendum að hringja gegn vægu gjaldi og voru allmargir sem nýttu sér þessa þjónustu. Vegna tungumálaörðugleika komst ég ekki að því hvað herlegheitin kostuðu. Í þriðja lagi eru það neðanjarðarverslunarkjarnar, sem tengjast neðanjarðarlestarkerfinu og eru nokkurra kílómetra langir og nokkuð mjóir og minna helst á katakombur eða eitthvað slíkt. Þarna er að finna allt milli himsins og jarðar, allt frá bílum, niður í snyrtivörur. Ekki veit ég af hverju þetta er neðanjarðar, en það gæti verið vegna plássleysis í miðborginni, eða hreinlega vegna þess að á veturna eru hér miklir kuldar. Hvað um það en þarna fékk orðið neðanjarðarhagkerfi, sem stundum er nefnt við austantjaldslöndin gömlu, glænýja merkingu í mínum huga. Það fjórða þori ég vart að nefna, en það eru drykkjuvenjur hér í borg. Þegar ég kem út úr íbúðinni minni á milli 8-9 á morgnana (5-6 að íslenskum tíma), er mjög algengt að mæta fólki með bjórflöskur í hendi, á virkum dögum og það snemma á morgnana. Svona gengur þetta allan daginn, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Mér þykir bjór góður og er ekki tepra í þessum málum, en þetta er í harðari kantinum. Dagur þrjú að kveldi kominn og rétt að fara að finna sér einhvern stað að borða á. Það getur þó stundum verið svolítið erfitt því það er enga ensku að sjá á skiltum eða matseðlum og þá meina ég hvergi. Svo ekki sé talað um enska tungu, hún er ekki hér. En hvað um þetta er gott í dag frá Kiev Kveð með virktum Pjetur Sigurðsson
Eurovision Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Sjá meira