Eurovision 2005 - Dagur 3 - Rólegur dagur Pjetur Sigurðsson skrifar 13. október 2005 19:12 Nú er sólin farin að skína í Kænugarði. Það var ekki stór dagskráin hjá íslensku keppendunum í dag, en í gærkvöldi kíkti hópurinn í opinberan Euroklúbb og skemmti sér konunglega. Það var engin dagskrá í dag, en ég veit þó til þess að Selma vann hörðum höndum við að lagfæra ákveðna hluti sem ekki þóttu nógu vel fara í gær. Eitthvað var hljóðið að stríða henni, en hún var með hljóðnema sem var hengdur á höfuð henni þannig að hendur voru frjálsar, en hljóðið í honum var ekki nægilega gott. Það stendur því til að reyna að breyta því á þann hátt að hún haldi á hefðbundnum hljóðnema sem setur talsvert strik í reikninginn, enda dansatriðið tápmikið þar sem hendur eru mikið notaðar. Gaman að sjá á æfingu á morgun hvernig þetta tekst. Ég eyddi mestum hluta dagsins í að skoða mig um í miðbænum, sem er afar skemmtilegur og fallegur. Það var ýmislegt í borgarlífinu sem vakti athygli mina. Í fyrsta lagi voru það menn með hin ýmsu lifandi dýr föst við sig og buðu fólki að láta taka myndir af sér með þeim. Í annan stað rakst ég á þó nokkra lifandi símaklefa. Það eru menn með farsíma fasta við sig með bandi og bjóða vegfarendum að hringja gegn vægu gjaldi og voru allmargir sem nýttu sér þessa þjónustu. Vegna tungumálaörðugleika komst ég ekki að því hvað herlegheitin kostuðu. Í þriðja lagi eru það neðanjarðarverslunarkjarnar, sem tengjast neðanjarðarlestarkerfinu og eru nokkurra kílómetra langir og nokkuð mjóir og minna helst á katakombur eða eitthvað slíkt. Þarna er að finna allt milli himsins og jarðar, allt frá bílum, niður í snyrtivörur. Ekki veit ég af hverju þetta er neðanjarðar, en það gæti verið vegna plássleysis í miðborginni, eða hreinlega vegna þess að á veturna eru hér miklir kuldar. Hvað um það en þarna fékk orðið neðanjarðarhagkerfi, sem stundum er nefnt við austantjaldslöndin gömlu, glænýja merkingu í mínum huga. Það fjórða þori ég vart að nefna, en það eru drykkjuvenjur hér í borg. Þegar ég kem út úr íbúðinni minni á milli 8-9 á morgnana (5-6 að íslenskum tíma), er mjög algengt að mæta fólki með bjórflöskur í hendi, á virkum dögum og það snemma á morgnana. Svona gengur þetta allan daginn, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Mér þykir bjór góður og er ekki tepra í þessum málum, en þetta er í harðari kantinum. Dagur þrjú að kveldi kominn og rétt að fara að finna sér einhvern stað að borða á. Það getur þó stundum verið svolítið erfitt því það er enga ensku að sjá á skiltum eða matseðlum og þá meina ég hvergi. Svo ekki sé talað um enska tungu, hún er ekki hér. En hvað um þetta er gott í dag frá Kiev Kveð með virktum Pjetur Sigurðsson Eurovision Mest lesið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Fleiri fréttir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Sjá meira
Nú er sólin farin að skína í Kænugarði. Það var ekki stór dagskráin hjá íslensku keppendunum í dag, en í gærkvöldi kíkti hópurinn í opinberan Euroklúbb og skemmti sér konunglega. Það var engin dagskrá í dag, en ég veit þó til þess að Selma vann hörðum höndum við að lagfæra ákveðna hluti sem ekki þóttu nógu vel fara í gær. Eitthvað var hljóðið að stríða henni, en hún var með hljóðnema sem var hengdur á höfuð henni þannig að hendur voru frjálsar, en hljóðið í honum var ekki nægilega gott. Það stendur því til að reyna að breyta því á þann hátt að hún haldi á hefðbundnum hljóðnema sem setur talsvert strik í reikninginn, enda dansatriðið tápmikið þar sem hendur eru mikið notaðar. Gaman að sjá á æfingu á morgun hvernig þetta tekst. Ég eyddi mestum hluta dagsins í að skoða mig um í miðbænum, sem er afar skemmtilegur og fallegur. Það var ýmislegt í borgarlífinu sem vakti athygli mina. Í fyrsta lagi voru það menn með hin ýmsu lifandi dýr föst við sig og buðu fólki að láta taka myndir af sér með þeim. Í annan stað rakst ég á þó nokkra lifandi símaklefa. Það eru menn með farsíma fasta við sig með bandi og bjóða vegfarendum að hringja gegn vægu gjaldi og voru allmargir sem nýttu sér þessa þjónustu. Vegna tungumálaörðugleika komst ég ekki að því hvað herlegheitin kostuðu. Í þriðja lagi eru það neðanjarðarverslunarkjarnar, sem tengjast neðanjarðarlestarkerfinu og eru nokkurra kílómetra langir og nokkuð mjóir og minna helst á katakombur eða eitthvað slíkt. Þarna er að finna allt milli himsins og jarðar, allt frá bílum, niður í snyrtivörur. Ekki veit ég af hverju þetta er neðanjarðar, en það gæti verið vegna plássleysis í miðborginni, eða hreinlega vegna þess að á veturna eru hér miklir kuldar. Hvað um það en þarna fékk orðið neðanjarðarhagkerfi, sem stundum er nefnt við austantjaldslöndin gömlu, glænýja merkingu í mínum huga. Það fjórða þori ég vart að nefna, en það eru drykkjuvenjur hér í borg. Þegar ég kem út úr íbúðinni minni á milli 8-9 á morgnana (5-6 að íslenskum tíma), er mjög algengt að mæta fólki með bjórflöskur í hendi, á virkum dögum og það snemma á morgnana. Svona gengur þetta allan daginn, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Mér þykir bjór góður og er ekki tepra í þessum málum, en þetta er í harðari kantinum. Dagur þrjú að kveldi kominn og rétt að fara að finna sér einhvern stað að borða á. Það getur þó stundum verið svolítið erfitt því það er enga ensku að sjá á skiltum eða matseðlum og þá meina ég hvergi. Svo ekki sé talað um enska tungu, hún er ekki hér. En hvað um þetta er gott í dag frá Kiev Kveð með virktum Pjetur Sigurðsson
Eurovision Mest lesið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Fleiri fréttir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Sjá meira