Erlent

Raffarin aftur til starfa

Jean-Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, sneri aftur til starfa í dag eftir að hafa gengist undir uppskurð á laugardag. Ráðherrann var þá fluttur í skyndi á sjúkrahús í París vegna gallsteinkasts. Ekki er að vænta þess að Raffarin geti tekið því rólega í starfi næstu dagana því fyrir liggur að sannfæra frönsku þjóðina um að samþykkja stjórnarskra Evrópusambandins í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 29. maí nk. Í langflestum skoðanakönnunum undanfarnar vikur hefur komið fram að meirihluti þjóðarinnar sé á móti stjórnarskránni. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×