Fyrsta lyfið byggt á erfðarannsókn 11. maí 2005 00:01 Fyrsta lyfið sem byggt er erfðarannsókn á algengum sjúkdómi í heiminum fer í þriðja og síðasta fasa lyfjaprófana á þessu ári ef fram heldur sem nú horfir. Um er að ræða hjartalyfið DG031. Í nýjasta tölublaði tímarits bandarísku læknasamtakanna, Journal of the American Medical Association; JAMA, er birt grein eftir vísindamenn og samstarfsaðila Íslenskrar erfðagreiningar um niðurstöður lyfjaprófana á umræddu lyfi. Einnig er fjallað um greinina og almenna þýðingu niðurstaðnanna í ritstjórnargrein í blaðinu. Í greininni er lýst jákvæðum áhrifum lyfsins á ýmsa áhættuþætti hjartaáfalls. Greint er frá því að lyfið dragi úr myndun á öflugum bólguvaka sem erfðarannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar hafa sýnt að tengist aukinni hættu á hjartaáföllum. Í greininni kemur einnig fram að lyfið hafi áhrif á ýmsa mikilvæga áhættuþætti hjartaáfalla sem tengjast bólgum í æðakerfinu. Þetta er í fyrsta sinn sem lýst er klínískri lyfjarannsókn á nýju lyfi á grundvelli erfðarannsókna á algengum sjúkdómi, að því er fram kemur í frétt frá ÍE. "Niðurstöðurnar sem við kynnum í þessari vísindagrein eru afar spennandi og sýna að það er hægt að nota grundvallaruppgötvun í erfðafræði til að þróa ný lyf gegn alvarlegustu heilbrigðisvandamálum samtímans," segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir enn fremur, að á grunni þessara niðurstaðna sé nú unnið að því að skipuleggja þriðja og síðasta fasa lyfjaprófana. Þar verður kannað hvort lyfið fækki hjartaáföllum í hópi einstaklinga sem taka lyfið miðað við hóp sem tekur lyfleysu. Þær rannsóknir munu fara fram á Íslandi og í fleiri löndum Evrópu og í Bandaríkjunum. Reiknað er með því að þær hefjist á seinni hluta þessa árs og taki rúm tvö ár. Ef niðurstöður þeirra verða jákvæðar verða næstu skref leyfisumsóknir, skráning og markaðssetning lyfsins. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Fyrsta lyfið sem byggt er erfðarannsókn á algengum sjúkdómi í heiminum fer í þriðja og síðasta fasa lyfjaprófana á þessu ári ef fram heldur sem nú horfir. Um er að ræða hjartalyfið DG031. Í nýjasta tölublaði tímarits bandarísku læknasamtakanna, Journal of the American Medical Association; JAMA, er birt grein eftir vísindamenn og samstarfsaðila Íslenskrar erfðagreiningar um niðurstöður lyfjaprófana á umræddu lyfi. Einnig er fjallað um greinina og almenna þýðingu niðurstaðnanna í ritstjórnargrein í blaðinu. Í greininni er lýst jákvæðum áhrifum lyfsins á ýmsa áhættuþætti hjartaáfalls. Greint er frá því að lyfið dragi úr myndun á öflugum bólguvaka sem erfðarannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar hafa sýnt að tengist aukinni hættu á hjartaáföllum. Í greininni kemur einnig fram að lyfið hafi áhrif á ýmsa mikilvæga áhættuþætti hjartaáfalla sem tengjast bólgum í æðakerfinu. Þetta er í fyrsta sinn sem lýst er klínískri lyfjarannsókn á nýju lyfi á grundvelli erfðarannsókna á algengum sjúkdómi, að því er fram kemur í frétt frá ÍE. "Niðurstöðurnar sem við kynnum í þessari vísindagrein eru afar spennandi og sýna að það er hægt að nota grundvallaruppgötvun í erfðafræði til að þróa ný lyf gegn alvarlegustu heilbrigðisvandamálum samtímans," segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir enn fremur, að á grunni þessara niðurstaðna sé nú unnið að því að skipuleggja þriðja og síðasta fasa lyfjaprófana. Þar verður kannað hvort lyfið fækki hjartaáföllum í hópi einstaklinga sem taka lyfið miðað við hóp sem tekur lyfleysu. Þær rannsóknir munu fara fram á Íslandi og í fleiri löndum Evrópu og í Bandaríkjunum. Reiknað er með því að þær hefjist á seinni hluta þessa árs og taki rúm tvö ár. Ef niðurstöður þeirra verða jákvæðar verða næstu skref leyfisumsóknir, skráning og markaðssetning lyfsins.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira